Weasly ánægður með spangirnar sínar
Weasly ánægður með spangirnar sínar

Golden Retriver hundurinn Wesley þarf að vera með spangir í nokkrar vikur til að laga bitið. Hann getur ekki lokað munninum alveg sem bæði veldur vandamálum og óþægindum og mun geta valdið ýmsum heilsukvillum seinna meir. Spangirnar virtust ekki trufla hann neitt eða valda neinum sársauka  eins og sést á þessari mynd eftir aðgerðina.

Febrúar er mánuður tannheilsu gæludýra í Bandaríkjunum og því vildi spítalinn nýta tækifærið og sýna að tannheilsa felst ekki eingöngu í að bursta tennurnar.
Hundaeigendur sem vilja fylgjast með spítalanum geta like-að þau á Facebook.

Hér sjást spangirnar sem Weasly þarf að vera með í nokkrar vikur.
Hér sjást spangirnar sem Weasly þarf að vera með í nokkrar vikur.

Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.