
Golden Retriver hundurinn Wesley þarf að vera með spangir í nokkrar vikur til að laga bitið. Hann getur ekki lokað munninum alveg sem bæði veldur vandamálum og óþægindum og mun geta valdið ýmsum heilsukvillum seinna meir. Spangirnar virtust ekki trufla hann neitt eða valda neinum sársauka eins og sést á þessari mynd eftir aðgerðina.
Febrúar er mánuður tannheilsu gæludýra í Bandaríkjunum og því vildi spítalinn nýta tækifærið og sýna að tannheilsa felst ekki eingöngu í að bursta tennurnar.
Hundaeigendur sem vilja fylgjast með spítalanum geta like-að þau á Facebook.
