Matvælastofnun (MAST) greinir frá því í dag að nýlega hafi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfest synjun MAST á hundi sem hafi verið fluttur inn frá Litháaen og sendur út aftur daginn eftir komuna til landsins. Hundurinn var geymdur á sóttvarnarstöð gæludýra á Keflavíkurflugvelli þar til hann var sendur út aftur. Það kemur fram í fréttinni að við komuna til landsins hafi komið í ljós að örmerkisnúmer tíkarinnar hafi ekki verið það sama og tilgreint væri á heilbrigðis- og upprunavottorði og fleiri gögnum.

MAST synjaði því innflutningi á þeim grundvelli að kærandi hefði sótt um innflutningsleyfi fyrir einn hund en flutt inn annan hund. Kærandi er ósáttu við að MAST hafi sent hundinn aftur út daginn eftir og hafi þar brotið lögmætisreglu stjórnsýsluréttar og rannsóknar- og meðalhófsreglu stjórnsýslulaga við málsmeðferðina. Hann telur ákvörðun stofnunarinnar hafi verið geðþóttaákvörðun og hægt hefði verið að leysa málið á annan hátt. Ráðuneytið tók undir úrskurð MAST um að skilyrði vegna innflutnings hefðu ekki verið uppfyllt. Þar af leiðandi hafi leikið vafi á því hvort tíkin sem flutt var til landsins hafi verið skoðuð með þeim hætti sem lög og reglugerðir gera ráð fyrir. Ráðuneytið féllst ekki á að stofnunin hefði brotið önnur lagaákvæði í stjórnsýslu sinni.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.