Í Stakkholti 2-4 búa þrjár fjölskyldur sem eiga hunda. Það eru Golden Retriver tíkin Aría sem er sjö mánðaða, tíu mánaða gömul Frönsk Bulldog tík sem heitir Effý og tíu mánaða Boston Terrier rakki sem heitir Tinni. Húsfundur verður haldinn næstkomandi miðvikudag þar sem kosið verður um framtíð þessara þriggja hunda og eigenda þeirra. Nágrannar höfðu kvartað yfir hundunum þar sem þeir voru óskráðir og hundaeftirlitið hafði í framhaldi gefið þeim tveggja vikna viðvörun um að skrá hundana eða þeir yrðu fjarlægðir af heimilunum. Að sögn eigendanna hafa hundarnir valdið litlu sem engu ónæði, enginn óþrifnaður er af þeim og þeir fara sjaldan inn á sameign hússins.

Frá hægri: Aría, Effý og Tinni

Samkvæmt lögum um fjöleignarhús þurfa 2/3 eigendur íbúða í Stakkholti 2-4 að samþykkja hundana. Vandamálið er hinsvegar að meirihluti íbúða er í eigu leigusala og þar með fer mikið vald á hendur fárra.

Eigendur hundanna hafa búið til heimasíðuna stakkholtshundar.com þar sem hægt er að kynnast hundunum betur. Eigendur íbúða í Stakkholti 2-4 eru hvattir til þess að mæta á fundinn 1. júní, eða afhenda Herdísi og Hilmari umboð til að kjósa fyrir þeirra hönd sjái einhverjir sér ekki fært að mæta. Þeir sem eiga gæludýr skilja hversu mikið er í húfi fyrir pörin þrjú sem voru öll að eignast sinn fyrsta hund.

Skilaboðin eru einföld:

Ef þú kæri nágranni sérð þér fært um að kjósa með því að leyfa okkur að hafa hundana okkar verðum við þér ævinlega þakklát.

Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.