Mbl.is greindi frá því í gær að þrír veitingastaðir hafa tilkynnt til Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að þeir ætli sér að leyfa hunda á veitingastöðum. Eftir að Heilbrigðiseftirlitið sendi þessum veitingastöðum kröfur reglugerðarinnar féll einn veitingastaður frá því að leyfa hunda, annar segist ætli að skoða málið og sá seinasti „hef­ur fengið upp­lýs­ing­ar um að lík­lega upp­fylli þeir ekki skil­yrði reglu­gerðar­inn­ar.“

Breytingar reglugerðarinnar má sjá hér

Mbl spurðist fyrir um þessar kröfur hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur og fékk þau svör að líklega væru fáir staðir sem gætu uppfyllt þessi skilyrði reglugerðarinnar. Í núgildandi reglugerð kemur fram „Tryggja skal að hundar og kettir séu einungis í veitingasölum veitingastaðar og ekki þar sem matvæli eru tilreidd, meðhöndluð eða geymd.“. Samkvæmt svari sem Mbl fékk þarf veitingastaður að vera með sér herbergi, með inngangi að utan, með engum matvælum til þess að uppfylla kröfur heilbrigðisnefndar.

Til þess að hægt sé að upp­fylla skil­yrði um að hund­ar og kett­ir séu ein­ung­is í veit­inga­söl­um veit­ingastaðar og ekki þar sem mat­væli eru til­reidd, meðhöndluð eða geymd þarf að vera til staðar sér her­bergi, með inn­gangi að utan, með eng­um mat­væl­um.

Ein kvörtun barst þar sem kvartað var yfir reglugerðinni (nr. 941/2002) þegar henni var breytt, enn sem komið er hafa engar kvartanir borist Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur vegna hunda eða katta á veitingarstöðum eftir breytingarnar.

Engin kvörtun borist vegna hunda eða katta á veitingastöðum eftir breytingarnar á reglugerðinni.

Þetta skapar erfiða stöðu fyrir veitingarhúsaeigendur þar sem þeir þurfa ekki að sækja um leyfi til að leyfa hunda og ketti á veitingastaðnum. En þeir þurfa samt að tilkynna viðkomandi heilbrigðisnefnd og ábyrgjast þannig að staðurinn uppfylli ofangreind skilyrði í reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.