Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri hjá Veitum, minntist á það í viðtali við Fréttablaðið í gær að “talsvert hefði borið á því” að gæludýraeigendur væru að jarða dýrin sín á vatnsverndarsvæðinu í Heiðmörk. Hægt er að sjá fréttina í heild sinni hér á bls 6.

Hundasamfélagið vill því minna hundaeigendur á að það er bannað að jarða dýr í Heiðmörk vegna þess að þarna er vatnsból Reykvíkinga, Kópavogsbúa og Garðbæinga. Heiðmörk er viðkvæmt svæði sem ber að virða og vernda eftir fremsta megni.

Hvar má jarða gæludýrin?

Jarða má gæludýr á einkalóðum, utan vatnsverndarsvæða og í þar til gerðum dýragrafreitum. Við mælum með að lesa greinina Að kveðja besta vininn og ef gröf verður fyrir valinu að vanda valið á staðsetningu vel og ganga úr skugga um að staðsetningin sé leyfileg.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.