Ingibjörg Ylfa Ólafsdóttir, eini íslendingurinn á útkallslista Frontex
Eini íslendingurinn á útkallslista Frontex

Hundaþjálfarinn Ingibjörg Ylfa Ólafsdóttir, aðalhundaþjálfari Tollstjóra, er nú komin á útkallslista Landamærastofnunar Evrópu, Frontex. Hefur hún öðlast réttindi til þess að kenna leitarhundaþjálfun á vegum Frontex í öðrum löndum.
Hún fékk á dögunum fullgild réttindi sem „European Border Guard (EUBG) Canine Team Instructor.“  Útnefninguna hlaut hún eftir að hafa lokið fimmþættu prófi,  sem haldið var á vegum Tollstjóra nýverið, með heildareinkunninni „Outstanding, “ eða framúrskarandi.
„Það að vera komin með alþjóðlega gæðavottun á starfi hundateyma embættisins auðveldar okkur samstarf við aðrar opinberar stofnanir hvað áframhaldandi menntun og þjálfun í opinberri þjónustu varðar,“ segir Ingibjörg Ylfa, spurð um þýðingu þessa áfanga.
Mikil vinna hefur verið í gangi hjá Frontex á undanförnum árum við að samræma kröfur sem gerðar eru til hundateyma sem starfa á landamærum Schengen – og Evrópusambandsins.
Reynslan hefur sýnt að það getur verið erfitt að skipa hundateymi í vinnu í samstarfsverkefnum milli  landa þar sem kunnátta, þjálfun og kröfur til getu leitarhunda  eru mismunandi frá einu landi til annars.
Samtals eru nú 22 manns á útkallslista Frontex og er Ingibjörg Ylfa eini Íslendingurinn sem lokið hefur umræddu námi og er á ofangreindum lista.
Frétt fengin af Vísir.is
Capture]]>


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.