Upplýsingar um neyðarsjóð Hundasamfélagsins

Neyðarsjóður Hundasamfélagsins er verkefni sem komið var af stað til að hjálpa hundum í neyð. Með sjóðnum er hægt að tryggja að peningurinn fari einungis í dýralæknakostnað fyrir dýr í neyð. Ef upphæðin sem safnast er umfram það sem upphaflega vantaði, er peningurinn geymdur fyrir næstu neyð. Peningurinn er geymdur á reikning sem einungis er notaður fyrir þessa söfnun. Reikningurinn er á ábyrgð stjórnenda Hundasamfélagsins (Guðfinna Kristinsdóttir og Berglind Guðbrandsdóttir).

Safnanir eru alltaf settar inn undir nafni Hundasamfélagsins. Engar aðrar safnanir eru leyfðar á hópnum Hundasamfélaginu. Öðrum er bent á að auglýsa safnanir á Auglýsingasíðu Hundasamfélagsins. Stjórnendur Hundasamfélagsins bera enga ábyrgð á þeim söfnunum.

Fyrir hverja er Neyðarsjóður Hundasamfélagsins?

  • Hundar sem eru á milli eigenda og því enginn sem er raunverulega ábyrgur fyrir dýrinu.
  • Hundar sem verið er að bjarga af slæmum heimilum.
  • Í undantekningum: Hundar sem lenda í slysum eða veikjast skyndilega og þurfa á aðgerð að halda, eigandi hefur engin tök á að greiða reikning dýralæknis og það eina sem er í boði er aflífun. Þá er átt við að eigandi hefur reynt allt annað til að fá peningalega aðstoð frá vinum eða ættingum, og getur ekki skipt upp greiðslum gegnum t.d. Visa-Rað, Pei eða Netgíró.

Athugasemdir