Það eru skiptar skoðanir á því hvort uppeldi eða erfðir hafi meira vægi þegar kemur að skapgerð hunda og þá sérstaklega þegar um skapgerðarbresti er að ræða. Hundar hafa verið ræktaðir í alls kyns verkefni gegnum árin. Sumir hundar eru ræktaðir fyrir veiði, aðrir voru ræktaðir sem slagsmálahundar og enn aðrir sem selskapshundar. Í dag telja margir að erfðir hundanna skipti minna máli og að uppeldið sé það eina sem skipti máli.

En hvað segja vísindin? Skipta erfðir engu máli? Er hægt að rækta grimmd úr dýrum?

Dmitri Belyaev hóf rannsókn fyrir 40 árum, sem enn er í fullum gangi. Hann hafði mikinn áhuga á að kanna hvernig hundar þróuðust frá forfeðrum sínum, úlfunum, í það að vera ljúf og góð heimilisdýr. Hann ákvað því að rannsaka villta refi. Í rannsókninni var vel haldið utan um aðrar breytur sem annars hefðu geta haft áhrif á niðurstöðurnar. Það eina sem Dmitri vildi rannsaka var skapgerð. belyaev_silver-foxes Dmitri fékk silfurrefi frá refabúi. Fyrsta skref var að velja 130 refi sem sýndu minnsta árásarhneigð og para þá saman. Krafan fyrir fyrstu pörun var einfaldlega sú að bíta ekki frá sér eða forðast ekki menn af mikilli hræðslu. Þegar refirnir voru 7-8 mánaða fór næsta skapgerðarmat fram og refir valdir fyrir næstu pörun. Eftir nokkrar kynslóðir gat hann sett aðeins meiri kröfur á skapgerð refanna. Tíu kynslóðum síðar voru 18% refanna vinalegir við fólk. Eftir 20 kynslóðir átti þetta við um 35% refanna. 4-5% steggja og 20% læða voru í samanburðarhópi þar sem refirnir voru ræktaðir áfram án þess að nokkrar kröfur væru settar um skapgerð eða annað. Skapgerð þeirra hélst óbreytt.

agres_fox    120312_SCI_Foxes.jpg.CROP.rectangle3-large Þessar niðurstöður hefðu verið nógu áhugaverðar einar og sér en það næsta sem gerðist kom Dmitri mjög á óvart. Refirnir fóru smám saman að líkjast hundum í útliti. Eyrun féllu niður, skottið hringaðist og þeir fengu hvíta flekki. tame silver fox  050208_foxes_2

Þessa hvítu flekki má finna hjá flestum dýrum sem maðurinn hefur tamið, til dæmis hestum, kúm og svínum, en ef maður ber þessi dýr saman við villt skyldmenni sín er minna um þá. Þetta gefur vísbendingar um að tengsl séu á milli litarhafts og efnaboða heilans. Blóðprufur refanna sýndu svo enn betur fram á breytta heilastarfssemi. Hormónin corticosteroids stjórna streituviðbrögðum hjá dýrum. Eftir tólf kynslóðir mældist virkni þessara hormóna helmingi lægri en refanna sem voru í samanburðarhópnum. Eftir 30 kynslóðir var virknin enn minni. image_thumb1 nova-dogs-fox_t614 Þegar Dmitri Belyaev dó árið 1985, hélt samstarfskona hans, Lydmila Trut, rannsókninni áfram með hjálp frá Cornell University og University of Utah. Rannsóknin er enn í gangi. Þessi rannsókn sýnir með óyggjandi hætti að erfðir spila vissulega þátt í skapgerð dýra. Vísindi liðinna ára hafa margsýnt fram á samspil erfða og umhverfis þegar kemur að lífi manna og dýra. Það er því engin ástæða til að halda að annað eigi við þegar kemur að hundum. Uppeldi skiptir vissulega máli en það gera erfðir líka.

Domesticated_fox   97221d1062f7318bbe9f837006cd6304


administrator

Berglind á íslenska fjárhundinn Hektor og whippetana Blossa og Takt. Hún hefur mikla reynslu af hundum og er lærður hundaþjálfari og -atferlisfræðingur. Hún lærði í bandaríska skólanum The Academy for Dog Trainers. Berglind er að læra dýrahjúkrunarfræði og vinnur hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, ásamt því að reka hundaskólann Hundasetrið. Berglind lærði hundanudd í Chicago School of Canine Massage. Hún er með BSc í sálfræði og hefur unnið með Dýrahjálp Íslands.