Hundasamfélagið hefur síðan 12.mars 2019 verið að úthluta umhverfisvænum hundaskítspokum á hundasvæðin í Reykjavík. Pokarnir eru geymdir á hundasvæðunum í heimagerðri geymslu sem Guðfinna Kristinsdóttir hefur verið að búa til úr plastboxum.

Í dag fór hún með þriðja umgang af pokum á svæðin og er Hundasamfélagið þar með búið að gefa 1.000 hundaskítspoka. Pokarnir hafa verið vinsælir og yfirleitt alltaf tómar geymslurnar þegar Guðfinna fer með nýjan umgang.

Hundasamfélagið vill minna hundaeigendur á að taka alltaf upp eftir hundinn, þá er það sérstaklega mikilvægt í þéttbýli þar sem mikil smithætta er af hundaskít, hann er um 6-12 mánuði að eyðast upp og er með of hátt sýrugildi til að vera góður áburður.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.