Hundasamfélagið

Hundasamfélagið byrjaði sem Facebook hópur 3 júlí, 2013. Berglind Guðbrandsdóttir stofnaði hópinn með það í huga að hundaeigendur gætu deilt sögum og ráðum. Berglind bað Guðfinnu Kristinsdóttir að vera meðstjórnandi seinna sama ár þegar meðlimir voru orðnir um 2000 manns. Guðfinna og Berglind þekktust ekkert á þeim tíma, en Berglindi hafði litist vel á þau svör sem hún hafði sett inn við spurningar á síðunni.

Síðan óx jafnt og þétt og þegar hópurin er orðinn um 20.000 fer vefsíðan Hundasamfélagið.is í loftið. Tilgangur síðunnar er að deila fréttum, fræðigreinum og öðrum upplýsingum um hunda og hundahald. 

Hvað hefur hundasamfélagið gert?

Stofnað Neyðarsjóð Hundasamfélagsins sem aðstoðar hunda í neyð.

Vakið athygli á félagasamtökum sem vinna að bættri hundamenningu, eins og Heimsóknarvinir Rauðakrossins, Vigdís – lesið fyrir hund og Dýrahjálp.  

Auglýst týnda hunda, skipulagt leitir og hjálpast að við að finna nýtt heimili fyrir hunda sem koma úr slæmum aðstæðum.

Berglind Guðbrandsdóttir kynnti hópinn fyrir starfshópi Strætó 2016 og vann Hundasamfélagið í framhaldi í samstarfi við Strætó að því að passa að upplýsingar til hundaeigenda yrðu réttar, hvaða búnaður á hundinum væri leyfður, hvar hundar ættu að vera í vagninum og á hvaða tímum hundar væru leyfðir í vagnanna.

Vakið athygli á jákvæðum fréttum í samfélaginu, til dæmis þegar Bangsi fékk að starfa sem hjálparhundur í skóla eigandansMorris varð staðgengill hjálparhunds og þegar hundar og kettir voru leyfðir í félagsbústöðum.  

Tilgangur Hundasamfélagsins

Tilgangur hundasamfélagsins er að veita upplýsingar um ábyrgt hundahald, hvetja til nútíma þjálfunaraðferða og veita hundaeigendum rödd.

Við viljum bæta hundasamfélagið á Íslandi