Moli týndist að heiman mánudaginn 19. okt. síðastliðinn. Síðann þá hefur fjöldi fólks leitað hans dags og nótt án árangurs. Meðal annars er búið er að fljúga yfir svæðið með dróna með hitamyndavél og setja fellibúr á staði sem hann er talinn hafa sést ásamt hreyfimyndavél. Eigendur Mola hafa auglýst hann í fjölmiðlum og boðið fundarlaun upp á 150 þúsund til einstaklings sem kemur honum heim á lífi.

Moli er 3ja ára Chihuahua hundur

Týndur hundur ekki líftryggður

Þar sem ekkert hafði sést til hans í mánuð fór Kristín Auðbjörns, annar eigandi Mola, að skoða líftrygginguna hans og komst þá að því að Sjóvá borgar ekki út líftryggingu á hundi sem annaðhvort er stolið eða finnst ekki. Henni brá augljóslega og fór að skoða skilmálana hjá hinum tryggingarfélögunum. Kom þá í ljós að Sjóvá er eina tryggingarfélagið sem tryggir hvorki stuldur né ef hundur finnst ekki aftur.

Kristín deildi þessum upplýsingum með Hundasamfélaginu í dag öðrum til varnar með myndum af skilmálum hinna tryggingarfélagana sem bjóða upp á líftryggingu og mælir með því að hundaeigendur endurskoði sín mál, þar sem hvaða hundur sem er getur týnst.

https://www.facebook.com/groups/hunfasamfelagid/permalink/3531938456890046/


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.