Í tilefni af #WoofWoofWednesday lét Google í Bretlandi hund sjá um Twitter í einn dag. Það gekk svona þokkalega framan af og hann var greinilega í rétta google-gírnum:

doggler1

Hins vegar gekk ekki alveg nógu vel að nota lyklaborðið…

doggler2

Og virtist eftir smá stund að þetta hefði farið úr böndunum hjá hvutta:

doggler3
 

Svo lét hvutti sig víst bara hverfa með instagram passwordið.

doggler4
 

En þá var hann víst bara að sækja vini sína fyrir boltapartý!

doggler5
 

Þetta var nú alveg ágætis tilraun og góð byrjun á nýju trendi; #WoofWoofWednesday. Hins vegar munu fyrri starfsmenn taka aftur upp þráðinn á Twitter.

Screen-Shot-2016-01-07-at-12.30.09

]]>


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.