Ekki er öll vitleysan eins, en dómari í Ionia, Michigan sýknaði nýverið tvo hunda, Mario og Luigi, sem höfðu verið í ,,fangelsi“ síðastliðna 10 mánuði á meðan málaferli gengu fram. Meintur glæpur hundanna var að hafa drepið tvær geitur en dauður köttur fannst einnig nálægt glæpavettvangnum.

Fyrir 10 mánuðum sluppu hundarnir út og fundust í gerði með dauðu geitunum. Það var nóg til að vera dæmdir sekir af dómara, en dómarinn dæmdi þá til dauða. Fjölskylda hundanna mótmælti úrskurðinum en ekkert gekk fyrr en lögfræðingurinn og dýravelferðarsinninn Celeste Dunn, bauð fjölskyldunni aðstoð eftir að hafa heyrt af málinu.

Þegar málið var tekið aftur upp nú nýlega, tók yfirferð málsins rúmar 10 klukkustundir í dómsal. Þar komu dýralífssérfræðingar sem sýndu fram á sakleysi hundanna með samanburði á áverkum geitanna og kattarins. Líklegra væri að villihundar hefðu drepið dýrin. Ekkert blóð hafði heldur fundist á hundunum. Til varnar hundunum var einnig að yfirvöld höfðu stuttu fyrir þetta atvik, varað við villihundum sem höfðu drepið gæludýr í hverfinu. Í vörn hundanna var einnig talað um mikilvægi þeirra fyrir eiganda sinn, en hann þjáðist af áfallastreituröskun eftir að hafa barist í Írak.

Í dag fengu Mario og Luigi loksins að hitta eiganda sinn aftur og voru endurfundirnir teknir upp á myndband sem sjá mér hér að neðan.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.