Föstudaginn 3. febrúar fékk eftirlitsstofnun dýravelferðar Bandaríkjana skipun um að fjarlægja gagnabanka sem innihélt þúsundir skýrsla um dýravelferð. Þessar skýrslur fjölluðu meðal annars um rannsóknarstofur sem halda hunda og ketti til rannsókna.

Þessi gagnabanki innihélt opinberar skýrslur sem gerðu almenningi kleyft að sjá skýrslur meðal annars um fyrirtæki sem höfðu brotið dýraverndarlög, hverjir væru að framkvæma rannsóknir á dýrum og hversu mörg dýr hvert fyrirtæki væri með.
Þessi skipun nær einnig yfir hvolpaverksmiðjur, sirkusa og dýragarða, sem veldur því að almenningur getur ekki séð hvaða fyrirtæki hafa gerst brotleg um slæma meðferð á dýrum.

Trump hefur einnig fryst lagasetningu sem átti að banna svokallað “soring” á hestum. Soring felst í því að setja keðjur, særandi efni og önnur tæki á lappir hesta. Þessu er ætlað að særa hestana þegar þeir stíga til jarðar sem veldur því að þeir lyfta fótunum hærra og hraðar en venjulegt er. Þessi gangur er talinn tignarlegur og fær yfirleitt betri sýningardóma í Bandaríkjunum.
Trump hefur ekki gefið svar um hvað verður gert varðandi þessa lagasetningu, en hún er ein af mörgum sem Trump frysti sama dag og hann varð forseti.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.