Myndband af þýskum fjárhundi við tökur á myndinni ,,A Dog’s Purose” fer nú eins og eldur í sinu um internetið. Myndbandið var tekið í nóvember 2015 í Winnipeg, Kanada. Á myndbandinu sést einn af 5 hundum sem komu að gerð myndarinnar vera neyddur út í sundlaug þar sem 8 utanborðs mótorar voru notaðir til að líkja eftir straumharðri á.

Á myndbandinu heyrist maður segja ,,He ain’t gonna calm down till he goes in the water, you just gotta throw him in”, svo er hundurinn er augljóslega neyddur út í sundlaugina þar sem hann reynir að klóra í bakkann til að komast upp úr. Eftir að hann missir takið fer hann fljótlega allur í kaf og heyrist öskrað ,,cut it!” í myndatökumönnum. Amblin Partners og Universal Pictures gáfu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:

Fostering a safe environment and ensuring the ethical treatment of our animal actors was of the utmost importance to those involved in making this film and we will look into the circumstances surrounding this video.

Ekki er vitað hvort eða hvernig hundurinn hafi verið undirbúinn undir atriðið, en myndbandið sýnir að þörf er á miklu meiri þjálfun með hundinum til að venja hann við strauminn. En Animal Justice, kanadísk dýraverndarsamtök, hafa lagt fram kvörtun við kanadísk yfirvöld og óskað eftir að kært verði fyrir dýraníð.

It is illegal to inflict suffering and anxiety onto animals, and there is no loophole that lets Hollywood moviemakers get away with abusing animals on a film set.

-Camille Labchuk, lögfræðingur og stjórnarmeðlimur Animal Justice

Gavin Polone, einn af framleiðendum ,,A Dog’s Purpose” og dýraverndunarsinni, sem hefur einnig skrifað um dýrin í kvikmynda- og skemmtanaiðnaðinum, sagði í viðtali við Deadline today að hann væri í áfalli efti að hafa séð myndbandið. Hann var ekki við tökur á þessu atriði og segir að hann hefði stoppað það strax ef svo hefði verið.

The first thing I asked was, ‘Is the dog OK?’ He’s fine. But if I had seen that, I would have stopped it in a minute. People have to be held responsible for this. It was someone’s job to watch out for this kind of thing. Why didn’t they? This is something I’ve written about before, whether it be circus animals or animals on set. American Humane are supposed to be there supervising. That’s their job that someone is paid a lot of money to do. Why wasn’t this stopped? There needs to be a better system than this. That’s what I’ve called for in the past. I agree with PETA that they not only need to make sure animals are treated properly on set, but they also need to find out where the animals are kept outside of the set. To make sure they are treated properly at all times.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.

Þú gætir einnig haft áhuga á