Kona sá lítinn svartan hund í garðinum sínum í nótt Ártún í Garðinum.
Mikilvægt er að leita vel í kílómetra radíus frá Hólabraut þar sem Tinna týndist.
Uppfært 14:27
Spor fundust við smábátahöfnina í Keflavík:
Uppfært kl 16:24
Sporin voru frosin og líklegast um dags gömul. Sporin lágu í átt að kindahúsunum fyrir ofan og búið er að leita þar og í eyðibýlum á því svæði.
Uppfært 4.jan, kl 11:33
Leit hefur færst til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, í gærkvöldi hringdi maður og sagðist hafa séð lítinn loðinn hund með lafandi eyru vel blautann og skítugan á Hvaleyrarbraut.
Uppfært kl 13:08
3 jarðskjálftar allir um 1 á Richter 2-3 km frá Hrómundartindi rétt um kl 12:00. Jarðskjálftarnir fundust í Reykjavík og nágrenni. http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar#view=table
Uppfært 5.jan Kl 13:14

Smáhundagelt heyrðist í kring um kl 16 í gær í hrauninu á milli Voga og Reykjavíkur.
Búið er að tala við leitarflokka sem voru á svæðinu og 5 einstaklingar staðfesta geltið, engin annar virðist hafa verið á svæðinu og engir hundar eða bæjir í kring.
Leitað var fram eftir kvöldi án árángurs
Fundarlaunin hafa verið hækkuð upp í 300.000 kr.
Uppfært kl 17:07
Í gærkvöldi sáust augu í hrauninu við Fitjar, í dag um kl 16 sást svart dýr hlaupa um í móunum við Bragavelli og þar í kring.
Núna kl 17 heyrðist gelt úr móanum við Gígjuvelli.
Uppfært 18:02
Hundur svaraði kallinu Tinna 2x við hesthúsin rétt í þessu.
Uppfært kl 17:51
Fundust spor án mannaspora við Heiðarbraut
6.jan
Kl 13:36
Svartur lítill hundur með hvítt á bringunni sást við lögreglustöðina, hlaupa í átt að Dominos í Keflavík í nótt, spor fundust í kring um 88 húsið, Hólabraut og niður að fjöru þar sem heyrðist gelt.
Leitarplanið í dag er því eftirfarandi:
Stofnuð hefur verið skipulagssíðan Leitin að Tinnu – Keflavík / Reykjanes þar sem nýjustu upplýsingar munu þó alltaf koma fram.
Allir sem geta aðstoðað eru beðnir um að fylgjast með þar inni.
Upplýsingar um Tinnu:
- 7 kg
- 3 ára
- Svört og smá hvít með lafandi eyru
- Blönduð tegund, mest mini Schnauzer og Toy poodle
- Elskar lifrarpylsu, pylsur og flestan mannamat (en yfirleitt ekki hundanammi)
- Hleypur yfirleitt að hundum en getur verið fælin við ókunnugt fòlk
- Best að kalla „Tinna, komdu!“ eða fara niður á hæķjur sér og segja „gjörðu svo vel“ og þykjast vera með nammi ef þið sjáið hana. Hringja svo strax í 6156056 eða 8466613.
- Svarar innkalli vel (hjá okkur Águsti a.m.k)
- Með frekar langar klær, allavega svo þær sjáist á sporum
- Virkilega ljúf og góð og er róleg ef maður tekur hana upp í fangið.