2017-01-03_11571

Kona sá lítinn svartan hund í garðinum sínum í nótt Ártún í Garðinum.

2017-01-03_11461

Mikilvægt er að leita vel í kílómetra radíus frá Hólabraut þar sem Tinna týndist.

Uppfært 14:27

Spor fundust við smábátahöfnina í Keflavík:

Uppfært kl 16:24

Sporin voru frosin og líklegast um dags gömul. Sporin lágu í átt að kindahúsunum fyrir ofan og búið er að leita þar og í eyðibýlum á því svæði.

Uppfært 4.jan, kl 11:33

Leit hefur færst til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, í gærkvöldi hringdi maður og sagðist hafa séð lítinn loðinn hund með lafandi eyru vel blautann og skítugan á Hvaleyrarbraut.

Uppfært kl 13:08

3 jarðskjálftar allir um 1 á Richter 2-3 km frá Hrómundartindi rétt um kl 12:00. Jarðskjálftarnir fundust í Reykjavík og nágrenni. http://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar#view=table

Uppfært 5.jan Kl 13:14

Hé
Hér sést hvar leitarhópurinn var sem heyrði geltið.

Smáhundagelt heyrðist í kring um kl 16 í gær í hrauninu á milli Voga og Reykjavíkur.
Búið er að tala við leitarflokka sem voru á svæðinu og 5 einstaklingar staðfesta geltið, engin annar virðist hafa verið á svæðinu og engir hundar eða bæjir í kring.
Leitað var fram eftir kvöldi án árángurs
15822924_1184263781626646_7762637681343268093_n
Fundarlaunin hafa verið hækkuð upp í 300.000 kr.

Uppfært kl 17:07

Í gærkvöldi sáust augu í hrauninu við Fitjar, í dag um kl 16 sást svart dýr hlaupa um í móunum við Bragavelli og þar í kring.
Núna kl 17 heyrðist gelt úr móanum við Gígjuvelli.

Uppfært 18:02

Hundur svaraði kallinu Tinna 2x við hesthúsin rétt í þessu.

15800475_10154043776605800_7866661793465146729_o

Uppfært kl 17:51

Fundust spor án mannaspora við Heiðarbraut
15826371_10154043810060800_7541898910278147310_n

6.jan
Kl 13:36

Svartur lítill hundur með hvítt á bringunni sást við lögreglustöðina, hlaupa í átt að Dominos í Keflavík í nótt, spor fundust í kring um 88 húsið, Hólabraut og niður að fjöru þar sem heyrðist gelt.
Leitarplanið í dag er því eftirfarandi:
15940629_10154450779333860_4034064821241408251_n

Stofnuð hefur verið skipulagssíðan Leitin að Tinnu – Keflavík / Reykjanes þar sem nýjustu upplýsingar munu þó alltaf koma fram.
Allir sem geta aðstoðað eru beðnir um að fylgjast með þar inni.
15747356_10154884303811098_7709716498408613956_n
Upplýsingar um Tinnu:

  • 7 kg
  • 3 ára
  • Svört og smá hvít með lafandi eyru
  • Blönduð tegund, mest mini Schnauzer og Toy poodle
  • Elskar lifrarpylsu, pylsur og flestan mannamat (en yfirleitt ekki hundanammi)
  • Hleypur yfirleitt að hundum en getur verið fælin við ókunnugt fòlk
  • Best að kalla „Tinna, komdu!“ eða fara niður á hæķjur sér og segja „gjörðu svo vel“ og þykjast vera með nammi ef þið sjáið hana. Hringja svo strax í 6156056 eða 8466613.
  • Svarar innkalli vel (hjá okkur Águsti a.m.k)
  • Með frekar langar klær, allavega svo þær sjáist á sporum
  • Virkilega ljúf og góð og er róleg ef maður tekur hana upp í fangið.

Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.