Að komast í gegn um daginn gat verið erfitt fyrir Sam Thompson, 8 ára einhverfan og hjartaveikan strák í grunnskólanum Van Arsdale, sem er í borginni Arvada í Colorado-fylki. Dagurinn hans inniheldur tíma hjá sérfræðingum og er bæði styttri og öðruvísi en hjá hinum börnunum í skólanum. „Heill dagur í skólanum er mjög erfiður fyrir Sam” segir Daniel Thompson, faðir Sam. „Hann hefur hvorki líkamlegt- né endlegt þol til þess að það gengi upp. En að hann komi í skólann í styttri tíma er gott fyrir hann og kennarana”

Þegar Denise Gillette, sérkennari Sam, kynntist verkefni sem parar saman fólk með þjónustuhundum, datt henni Sam strax í hug. Góðgerðasamtökin Human-Animal Bond in Colorado(HABIC) voru stofnuð til að bæta lífsgæði fólks á öllum aldri með aðstoð þjónustudýra samkvæmt vefsíðu samtakana. HABIC býður upp á þessa þjónustu í samstarfi við skóla, spítala, betrunarstöðvar fyrir unga afbrotamenn, þjónustustöðvar fyrrum hermanna og aðra samtaka og verkefna á svæðinu.

Denise fékk hundinn Mojo, sem er af tegundinni Portuguese water dog. Mojo og Sam byrjuðu að eyða um 20 mínutum saman einu sinni í viku fyrir meira en ári síðan. Sam las fyrir Mojo, skrifaði sögur um hann og kenndi honum brellur. „Við unnum þannig með tjáningu, fínhreyfingar, skipulagningu, röð aðgerða (að fylgja leiðbeiningu með skrefum og stikkorðum) og uppbyggingu sjálfstrausts” sagði Denise um fyrstu mánuðina.

Upprunalega var pörunin hugsuð sem tímabundin tilraun, en stuttu seinna voru fjórir aðrir nemendur byrjaðir í einkatímum með Mojo. Denise vann í samstarfi við aðra sérkennara og skólastjórann við að forgangsraða börnunum sem myndu græða mest á einkatímunum.

Í ár hafa 10 nemendur í Van Arsdale skólanum hafið einkatíma með HABIC-þjónustuhundi. Mojo fær nú aðstoð frá Golden Retriver hundinum Buster og Labrador tíkinni Bellu. Skólinn stendur árlega fyrir söfnun til að borga fyrir samstarfið við HABIC, þar sem eigendur þjónustuhundana gefa tíma sinn þá rennur upphæðin beint í starfsemina til að þjálfa fleiri hunda.

Denise segir foreldra barnana vera himinlifandi Fyrst um sinn voru margar spurningar: Hvað eru börnin að gera í tímanum? Hvernig er þetta að hjálpa þeim? En það tók foreldrana ekki langan tíma að sjá afraksturinn. „Tímarnir eru miðaðir að þörfum hvers og eins nemanda. Þetta er ekki bara ‘Komdu og klappaðu hundinum.’ þó sumir haldi það til að byrja með.”

Daniel, faðir Sam, segist sjá mikinn persónulegan þroska í syni sínum, sérstaklega þar sem Sam hafði alltaf verið mjög hræddur við hunda áður en hann kynntist Mojo. „Þetta hljómar ekki stórt, en þegar þú átt barn sem er hrætt við hunda, þá er þetta stórt og jákvætt skref.” Daniel segir að nú sé Sam að byrja í einkatímum með Bellu, til þess að styrkja þessa jákvæðu reynslu á hundum. „Þetta hljómar kannski furðulega, en sem foreldri barns sem á ekki bara erfitt með að samþykkja aðra hunda, heldur margt annað í daglegu lífi, þá er þetta góð reynsla og upplifun fyrir hann.”

Samkvæmt Denise var mælt með nemendum í einkatíma með hundunum af margskonar ástæðum, sumir eiga erfitt með að læra, aðrir eiga erfitt með að tengjast öðrum börnum eða eiga við andleg vandamál að stríða.

Preston Boeser, 7 ára og Ashton Huffman, 10 ára, eyddu nýlega eftirmiðdegi í Van Arsdale með Buster og eigendum hans, Mark og Alison Arbitrios. „Við sjáum mikinn mun, meira að segja frá byrjun árs þartil í dag, hversu sjálfsöruggir strákarnir eru, þeir segja okkur og Buster frá vikunni sinni” Strákarnir léku við Buster og földu fyrir hann nammi víðsvegar um skólastofuna á meðan þeir sögðu Mark og Alison frá því hvað þeir ætluðu að gera í helgarfríinu eða yfir hátíðarnar, þetta er mikill munur frá því þeir byrjuðu í einkatímum. Mark og Alison segja að strákarnir hafi verið ofboðslega feimnir og lítið viljað tala við þau til að byrja með.

Denise segir að margir af nemendunum sem vinna með þjónustuhundunum þjáist af samfélagslegum kvíða og eru oft feimnir og stressaðir í kring um ókunnugt fólk. Flesta daga eru nemendurnir duglegir að segja Buster sögur og leika við hann leiki, segir Mark, en suma daga vilja nemendurnir hafa það rólegt og sitja með höfuðið á Buster í kjöltunni og klappa honum í rólegheitum.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.