Upplýsingar um hundahald

Samþykkt um hundahald í Reykjavík.

1. gr.

Leyfi til hundahalds.

Hundahald er heimilað í Reykjavík að fengnu leyfi og uppfylltum þeim skilyrðum, sem sett eru í samþykkt þessari.

2. gr.

Skilyrði fyrir leyfi.

Leyfi til hundahalds má veita að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:

 1. Umsækjandi skal vera lögráða. Leyfið er persónubundið, óframseljanlegt og bundið við heimili umsækjanda enda er það ófrávíkjanlegt skilyrði að hundur sé skráður þar og haldinn.
 2. Við mat umsóknar getur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur leitað umsagnar lögreglu og annarra yfirvalda um umsækjanda og þá hagi hans sem þýðingu geta haft.
 3. Hafi umsækjandi ítrekað eða gróflega gerst brotlegur við samþykkt þessa eða fyrri samþykktir sama efnis eða lög um dýravernd, er heimilt að hafna umsókn hans.
 4. Umsókn skal fylgja staðfesting um að umsækjandi hafi sótt námskeið um hunda­hald, viðurkennt af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eða meðmæli tveggja valin­kunnra manna um hæfi hans til að halda hund.
 5. Að fyrir liggi samþykki sameigenda fjöleignarhúss þar sem það á við, sbr. 5. gr.
 6. Að keypt sé ábyrgðartrygging vegna hundsins, sbr. 10. gr.
 7. Að hundurinn sé örmerktur, sbr. 11. gr.

3. gr.

Bannaðar hundategundir.

Óheimilt er að halda hunda af eftirtöldum tegundum:

 1. Pit Bull Terrier
 2. Fila Brasileiro
 3. Toso Inu
 4. Dogo Argentino
 5. Amerískur bulldog
 6. Amerískur staffordshire (amstaff)
 7. Boer boel
 8. Miðasískur ovtjarka
 9. Anatolískur fjárhundur (kangal)
 10. Kákasískur ovtjarka
 11. Sarplaninac
 12. Suðurrússneskur ovtjarka
 13. Tornjak
 14. Blendinga af ofangreindum tegundum
 15. Blendinga af úlfum og hundum
 16. Aðrar tegundir sem hættulegar eða óæskilegar eru að fenginni reynslu eða mati sérfróðra aðila, s.s. dýralæknis eða hundaþjálfara, sem viðurkenndur er af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur.

4. gr.

Hundar á lögbýlum.

Hunda á lögbýlum skal skrá og skulu eigendur þeirra greiða skráningargjald fyrir hvern hund en þeir eru undanþegnir árlegu eftirlitsgjaldi fyrir allt að tvo hunda. Hundar á lögbýlum mega eingöngu vera lausir á landi þeirra. Að öðru leyti gilda önnur ákvæði samþykktarinnar um hunda á lögbýlum.

5. gr.

Hundar í fjöleignarhúsum o.fl.

Þegar sótt er um leyfi til að halda hund í fjöleignarhúsi gilda ákvæði laga um fjöleignar­hús nr. 26/1994 með síðari breytingum.

Ef annað er ekki tekið fram, nær samþykki skv. e- lið 2. gr. einvörðungu til eins ákveðins hunds og gildir á meðan hann lifir. Heimilt er að afturkalla samþykkið ef forsendur breytast verulega. Ástæður, sem réttlætt geta afturköllun eru m.a. heilbrigðisástæður, svo sem ofnæmi, óþægindi og ónæði, sem fer verulega fram yfir það, sem venjulegt og eðlilegt er.

Ef um er að ræða annars konar sameign en getur í 1. mgr., eða nábýli af öðrum toga og sameigandi eða nágranni telur hundahaldið fara í bága við rétt sinn og hagsmuni, s.s. vegna ofnæmis eða ítrekaðs eða verulegs ónæðis og færi hann fram gild rök og fullnægjandi gögn því til stuðnings, getur heilbrigðiseftirlitið synjað um umbeðið leyfi eða afturkallað áður veitt leyfi.

Ef íbúð í fjöleignarhúsi er leigð út skal leigusali upplýsa leigjanda um hvort hundahald er leyft í húsinu.

6. gr.

Hundaræktun.

Til hundaræktunar telst starfsemi þar sem haldin eru sex eða fleiri dýr og ræktun fer fram, sbr. reglugerð nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni.

Heimilt er að skrá hunda sem undaneldishunda við hundarækt og eru þeir undanþegnir eftirlitsgjöldum sbr. 12. gr.

Hunda sem skráðir eru sem undaneldishundar við skráða hundarækt er óheimilt að flytja frá athafnasvæði hundaræktunarstöðvar og skal haldið þar og mega aldrei ganga lausir né á meðal almennings. Heimilt er Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að veita undanþágu frá ákvæði þessu ef ætlunin er að sýna hundana á viðurkenndum hundasýningum, enda framvísi ræktandi tryggingu vátryggingafélags fyrir því tjóni sem hundur kann að valda þriðja manni.

Undaneldishundar skulu bera hálsól með merkiplötu sem greinir þá frá öðrum hundum. Að öðru leyti gilda ákvæði 1. mgr. 9. gr. um hundaskrá.

Undaneldishundar skulu örmerktir samkvæmt stöðlum Alþjóðastaðlaskrárráðsins (ISO 11784 eða 11785). Skylt er að ormahreinsa undaneldishunda á hverju ári. Vottorð dýralækna um ormahreinsun skal skilað til Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur fyrir 31. desember ár hvert. Hundar sem ræktaðir eru hjá hundarækt til sölu skal skrá þegar þeir ná fjögurra mánaða aldri. Tilkynna skal Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur fjölda þeirra í júní og desember ár hvert svo og hverjum þeir voru seldir eða önnur afdrif þeirra.

Óheimilt er að selja hunda frá hundaræktunarstöð, nema kaupandi framvísi lögmætri skráningu á hundinum á lögheimili sínu eða samþykki sveitarstjórnar þar sem hundar eru ekki skráningarskyldir. Skylt er að ormahreinsa hunda og örmerkja samkvæmt stöðlum Alþjóðastaðlaskrárráðsins (ISO 11784 eða 11785) áður en þeir eru afhentir kaupanda.

Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur er heimilt að telja fjölda hunda á hundarækt til að sannreyna fjölda undaneldishunda og hunda sem ræktaðir eru til sölu.

7. gr.

Fyrirfram samþykki, leyfi, utanborgarhundar, skammtímaheimsóknir.

Áður en hundur/hvolpur er tekinn inn á heimili í fjöleignarhúsi skal afla samþykkis sam­kvæmt 5. gr.

Hundar, sem ekki eru skráðir í Reykjavík mega ekki dveljast þar lengur en einn mánuð nema með leyfi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur og að fengnu samþykki samkvæmt 5. gr.

Um skammtímaheimsóknir hunda í hús gildir ákvörðun eigenda einbýlis- og fjöl­eignar­húsa hverju sinni og/eða reglur viðkomandi húsfélags auk laga um fjöleignar­hús.

8. gr.

Umsóknir, skráning og frestir.

Umsókn um leyfi til hundahalds skal senda Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur innan mánaðar frá því að hundur/hvolpur er tekinn inn á heimili, enda hafi leyfis skv. 5. gr. verið aflað.

Umsókn skal fylgja greiðsla skráningargjalds, sbr. 12. gr. Heimilt er að halda hvolpa, sem vistaðir eru á skráningarstað móður, án skráningar þar til þeir verða 4 mánaða.

9. gr.

Hundaskrá, tilkynningarskylda eiganda.

Upplýsingar um hundinn skal skrá hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Skrá yfir veitt leyfi er birt á heimasíðu umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar.

Skrá skal heiti, aldur, kyn, tegund, litarhátt, númer örmerkis og önnur einkenni hundsins. Þar skal einnig skrá nafn og heimilisfang leyfishafa. Leyfishafi fær afhenta merkta plötu, sbr. 11. gr. og eintak af samþykkt um hundahald í Reykjavík.

Hundaeiganda ber að tilkynna Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um aðsetursskipti. Einnig skal hann tilkynna heilbrigðiseftirlitinu ef hundurinn deyr eða er fluttur úr lögsagnar­umdæminu og hvert hann flytur. Eigendaskipti skal tilkynna með sama hætti. Tilkynn­ingar skulu berast eins fljótt og kostur er og eigi síðar en mánuði frá breytingum.

10. gr.

Ábyrgðartrygging.

Leyfishafa er skylt að hafa í gildi ábyrgðartryggingu vegna hundsins og gerir heil­brigðis­nefnd heildarsamning við tryggingarfélag eða félög um slíka tryggingu. Iðgjald skal innifalið í skráningargjaldi og árlegu eftirlitsgjaldi, sbr. 12. gr.

Skal ábyrgðartryggingin ná til alls þess tjóns, sem hundurinn kann að valda mönnum, dýrum, gróðri og munum.

11. gr.

Ormahreinsun, örmerking, merkiplata.

Skylt er að ormahreinsa hunda á hverju ári skv. reglugerð nr. 941/2002 um hollustu­hætti. Skylt er að ormahreinsa alla hunda fjögurra mánaða og eldri. Þar sem búrekstur er skulu hundar ormahreinsaðir að liðinni aðalsláturtíð eða í desember árlega. Nýgotnar tíkur og þriggja til fjögurra vikna hvolpar skulu spóluormahreinsaðir sérstak­lega skv. leiðbeiningum dýralæknis.

Vottorði dýralækna um ormahreinsun skal skilað til eftirlitsaðila fyrir 31. desember ár hvert.

Hundur sem sótt er um leyfi fyrir skal örmerktur af dýralækni samkvæmt stöðlum Alþjóða­staðlaskrárráðsins (ISO 11784 eða 11785).

Einnig skal hundurinn ávallt bera ól með plötu um hálsinn. Á plötuna skal greypa skráningarnúmer hundsins og símanúmer eiganda hans. Þá skal við ólina festa merki, sem sýni að árlegt eftirlitsgjald hafi verið greitt.

12. gr.

Gjöld fyrir leyfi.

Fyrir leyfi til að halda hund skal leyfishafi greiða gjöld sem renna í borgarsjóð, annars vegar leyfisgjald og hins vegar eftirlitsgjald. Gjöldum þessum er ætlað að standa undir kostnaði borgarinnar af hundahaldinu og framkvæmd samþykktar þessarar. Borgarstjórn setur gjaldskrá samkvæmt ákvæðum 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Leyfisgjaldið greiðist við skráningu hunds og eftirlitsgjald síðan árlega 1. mars með eindaga 1. apríl ár hvert. Dragist greiðsla lengur en mánuð fram yfir eindaga fellur leyfið niður.

Heimilt er að veita þeim hundaeigendum, sem sótt hafa námskeið viðurkennt af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur um meðferð hunda allt að helmings (50%) afslátt af árlegu eftirlitsgjaldi, enda hafi leyfishafi ekki gerst brotlegur við samþykkt þessa.

Af undaneldishundum skal ekki greiða árlegt eftirlitsgjald.

13. gr.

Helstu varúðar-, aðgæslu- og umgengniskyldur hundeigenda.

Leyfishafi skal gæta þess vel, að hundur hans valdi ekki hættu, óþægindum eða óþrifn­aði, né raski ró manna.

Hundaeigendum er ávallt skylt að fjarlægja skít eftir hundinn.

Óheimilt er að láta hunda vera lausa innan marka þéttbýlis, nema nytjahunda, þegar þeir eru að störfum í gæslu eiganda eða umráðamanns.

Hundar skulu annars ávallt vera í taumi utan húss, sbr. þó 15. gr., og í umsjá manns, sem hefur fullt vald yfir þeim. Heimilt er þó að hafa hunda lausa undir eftirliti ábyrgs aðila innan hundheldrar girðingar.

Óheimilt er að tjóðra hund án eftirlits ábyrgs aðila. Þegar hundur er tjóðraður á lóð, skal taumurinn ekki vera lengri en svo að að komast megi óhindrað að aðaldyrum húss.

Bannað er að árásarþjálfa hunda nema í löggæsluskyni.

14. gr.

Taumskylda og sérstakar takmarkanir.

Taumskylda er í öllu borgarlandinu nema annað sé tekið fram og skal umráðaaðili hunds virða hana.

Heimilt er að vera með hunda í taumi á göngustígum borgarinnar, í almenningsgörðum, í Heiðmörk, nema á brunnsvæðum, á hesthúsasvæðum í Víðidal og á Víðivöllum og ávallt í fylgd ábyrgs aðila.

Óheimilt er að fara með hunda á almennar samkomur, á útivistarsvæðin utan göngustíga í Heiðmörk og Öskjuhlíð á varptíma fugla (1. maí-15. ágúst), í hólmana í Elliðaárdal, bakka Elliðaánna um laxveiðitíma við merkta veiðistaði (1. júní-15. október) og í Nauthólsvík.

15. gr.

Staðir þar sem hundar mega vera lausir.

Heimilt er að sleppa hundum lausum á eftirtöldum stöðum og svæðum, þó alltaf undir umsjá ábyrgs aðila:

 1. Geirsnefi.
 2. Geldinganesi.
 3. Við Rauðavatn utan göngustígs við vatnið.
 4. Innan hundaheldra girðinga, hundaæfingasvæða og annarra svæða, sem samþykkt hafa verið af umhverfis- og samgönguráði að fenginni umsögn heil­brigðis­nefndar.
 5. Auðum svæðum fjarri íbúðabyggð.

16. gr.

Óheimilir staðir skv. ýmsum reglugerðum.

Ekki má hleypa hundum inn í húsrými, s.s. skóla, leikvelli, íþróttavelli eða þá staði, sem um getur í 1. mgr. 19. gr., sbr. fylgiskjal 3 í reglugerð um hollustuhætti nr. 941/2002. Einnig er óheimilt að hleypa hundum inn í húsnæði matvælafyrirtækja, sbr. reglugerð nr. 103/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli, og inn í húsnæði vatnsveitna sbr. reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn og reglugerð nr. 405/2004 um náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvatn.

Framangreindir staðir eru m.a. eftirfarandi:

 1. Vatnsveitur, brunnsvæði vatnsverndar, brunnar og sjóveitur.
 2. Heilbrigðis- og meðferðarstofnanir þ. á m. lækna- og tannlæknastofur, sjúkrahús og sjúkraþjálfun.
 3. Matvælafyrirtæki hvers konar þ. á m. veitingastaðir og matvöruverslanir.
 4. Gististaðir.
 5. Skólar og gæsluvellir.
 6. Snyrtistofur hvers konar.
 7. Íþróttahús og heilsuræktarstöðvar.
 8. Samkomuhús hvers konar og staðir þar sem almenningur hefur aðgang að vegna afgreiðslu og þjónustu.

Heimilt er þó að fara með hunda inn í íþróttamannvirki, heilbrigðisstofnanir, snyrtistofur þegar og þar sem starfsemin er sérstaklega ætluð dýrum.

17. gr.

Frávik og undanþágur.

Víkja má frá fyrirmælum samþykktar þessarar sem banna eða takmarka umferð og dvöl hunda um tiltekna staði þegar um er að ræða hunda, sem notaðir eru til löggæslu- eða björgunarstarfa eða sem sérþjálfaðir leiðsögu- og hjálparhundar.

Heilbrigðisnefnd getur einnig veitt undanþágu frá framangreindum ákvæðum í sérstökum tilvikum, þó ekki frá ákvæðum sem er að finna í reglugerðum og lögum.

18. gr.

Lausir hundar, handsömun, geymsla, aflífun, kostnaður.

Sleppi hundur frá eiganda eða umráðamanni, skal viðkomandi tafarlaust gera ráðstafanir til að handsama hann. Hunda í lausagöngu skal færa í sérstaka hundageymslu og tilkynna eiganda, sé hundur merktur, um handsömunina svo fljótt sem auðið er. Eigandi hunds skal greiða allan kostnað við handsömun og geymslu hans, áður en hann er afhentur á ný. Ef hunds er ekki vitjað innan einnar viku frá handsömun, er heimilt að ráðstafa honum til nýs eiganda eða selja hann fyrir áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hann aflífaður.

Hafi hundur verið handsamaður, er óheimilt að afhenda hann fyrr en að lokinni skráningu, greiðslu leyfisgjalds og áfallins kostnaðar. Kostnaður við handsömun, geymslu eða aflífun hunds skal að fullu greiddur af eiganda.

19. gr.

Grimmir, varasamir og hættulegir hundar. Aflífun.

Hafi eigandi hunds eða eftirlitsaðili ástæðu til að ætla að hundurinn sé grimmur eða varasamur, skal eigandi sjá til þess að hundurinn sé ávallt mýldur utan heimilis síns.

Ef hundur telst hættulegur, getur eftirlitsaðili, tjónþoli eða forráðamaður hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður og er þá skylt að verða við þeirri kröfu, enda hafi verið leitað álits sérfróðra aðila, s.s. dýralækna eða hundaþjálfara, sem viðurkenndir eru af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, áður en ákvörðun um aflífun er tekin. Allur kostnaður vegna skapgerðarmats og vistunar hunds skal greiddur af hundeiganda.

Hafi hundur bitið tvisvar eða oftar og/eða valdið skaða, má aflífa hann án frekari við­varana.

20. gr.

Svipting leyfis vegna brota.

Ef hundaeigandi brýtur gegn lögum um dýravernd, dýrahald, samþykkt þessari eða öðrum reglum, sem um dýrahald gilda, getur heilbrigðisnefnd Reykjavíkur afturkallað leyfi til hans og/eða bannað honum að vera með hund í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur­borgar.

21. gr.

Lögregluaðstoð. Nánari reglur.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur getur ef þörf krefur leitað atbeina lögreglu við að framfylgja samþykkt þessari og ákvörðunum teknum á grundvelli hennar. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur getur sett nánari reglur um framkvæmd samþykktar þessarar.

22. gr.

Refsiviðurlög.

Brot gegn samþykkt þessari varða sektum hvort sem þau eru framin af ásetningi eða stórfelldu gáleysi. Sé um að ræða stórfellt eða ítrekað ásetningsbrot skulu þau að auki varða fangelsi allt að fjórum árum. Mál út af brotum gegn samþykkt þessari skulu sæta málsmeðferð sem boðin er í lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála.

23. gr.

Áður veittar undanþágur.

Þær undanþágur frá banni við hundahaldi, sem veittar hafa verið fyrir gildistöku sam­þykktar þessarar, halda gildi sínu. Að öðru leyti gilda ákvæði samþykktar þessarar um áður veittar undanþágur.

24. gr.

Stjórnsýsla. Kæruheimild.

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fer með málefni heilbrigðisnefndar Reykjavíkur samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. heimild í 3. mgr. 37. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og fer því með málefni hunda og hundahalds í lögsagnar­umdæmi Reykjavíkurborgar og annast Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur þau mál í umboði nefndarinnar.

Öllum ákvörðunum sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tekur á grundvelli samþykktar þessarar má skjóta til úrskurðar heilbrigðisnefndar Reykjavíkur.

25. gr.

Lagagrundvöllur.

Samþykkt þessi staðfestist hér með skv. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir til þess að öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi samþykkt nr. 52/2002 um hundahald í Reykjavík með síðari breytingum.

Umhverfisráðuneytinu, 16. maí 2012.

F. h. r.

Sigurbjörg Sæmundsdóttir.

Íris Bjargmundsdóttir.

Samþykkt um hundahald á Akureyri

Samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað.

1. gr.

Stjórnsýsla.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra fer með málefni hunda og hundahalds samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Framkvæmdaráð Akureyrarkaupstaðar fer með framkvæmd samþykktar þessarar í umboði heilbrigðisnefndar, nema sérstaklega sé
getið um eftirlit heilbrigðiseftirlits í samþykkt þessari. Framkvæmdadeild Akureyrarkaupstaðar annast framkvæmd-ina undir yfirumsjón
framkvæmdaráðs.

2. gr.

Leyfi og bann við hundahaldi.

Hundahald er bannað í Grímsey og mega hundar hvorki dvelja þar né koma í heimsóknir.

Hundahald er heimilað annars staðar í Akureyrarkaupstað, þ.m.t. á lögbýlum, að fengnu leyfi og uppfylltum þeim skilyrðum,
sem sett eru í samþykkt þessari.

Ekki er heimilt að hafa fleiri en þrjá hunda eldri en 4 mánaða á sama heimili.

3. gr.

Leyfi til hundahalds.

Umsókn um leyfi til hundahalds skal senda framkvæmdadeild Akureyrarkaupstaðar innan mánaðar frá því að hundur er tekinn inn
á heimili, enda hafi samþykkis skv. 5. gr. verið aflað ef við á. Heimilt er þó að halda hvolpa, sem vistaðir eru á
skráningarstað móður, án skráningar þar til þeir verða 4 mánaða, enda hafi samþykkis skv. 5. gr. verið aflað ef við
á. Útgáfa leyfis er háð stað-greiðslu skráningargjalds. Við útgáfu leyfis fær leyfishafi afhenta merkta plötu, sbr. 9. gr.
og eintak af samþykkt um hundahald í Akureyrarkaupstað.

Leyfi til hundahalds má veita að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

a. Umsækjandi skal vera lögráða. Leyfi er persónubundið, óframseljanlegt og bundið við heimili umsækjanda enda er
það ófrávíkjanlegt skilyrði að hundur sé skráður þar og haldinn.

b. Að fyrir liggi samþykki sameigenda fjöleignarhúss þar sem það á við, sbr. 5. gr.

c. Að keypt sé ábyrgðartrygging vegna hundsins, sbr. 9. gr.

d. Að hundurinn sé örmerktur, sbr. 10. gr.

Við mat umsóknar getur framkvæmdadeild leitað umsagnar lögreglu og annarra yfirvalda um umsækjanda og þá hagi hans sem
þýðingu geta haft.

Hafi umsækjandi ítrekað eða gróflega gerst brotlegur við samþykkt þessa, fyrri samþykktir sama efnis eða lög um
dýravernd, er heimilt að hafna umsókn hans.

4. gr.

Bannaðar hundategundir.

Óheimilt er að halda hunda af eftirtöldum tegundum:

a. Pit Bull Terrier/Staffordshire Bull Terrier.

b. Fila Brasileiro.

c. Toso Inu.

d. Dogo Argentino.

e. Blendinga af ofangreindum tegundum.

f. Blendinga af úlfum og hundum.

g. Öðrum tegundum sem hættulegar eða óæskilegar eru að fenginni reynslu eða mati sérfróðra aðila, s.s.
dýralæknis eða hundaþjálfara sem viðurkenndur er af Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Nr. 321 14. mars 2011

5. gr.

Hundar í fjöleignarhúsum, raðhúsum o.fl.

Áður en hundur er tekinn inn á heimili í fjöleignarhúsi skal afla samþykkis eigenda annarra íbúða í
samræmi við ákvæði þessarar greinar.

Þegar sótt er um leyfi til að halda hund í fjöleignarhúsi þar sem inngangur eða stigagangur er sameiginlegur eða um annað
sameiginlegt rými er að ræða, skal umsókn fylgja skriflegt samþykki þeirra eigenda og íbúa, sem hlut eiga að máli, sbr. nánar
13. tölul. A.-liðar 41. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Þegar íbúð umsækjanda hefur sérinngang, þótt um sé að
ræða annars konar sameiginlegt húsrými eða sameiginlega lóð, þá er veiting leyfis til hundahalds þó ekki háð samþykki
annarra eigenda, enda er öll viðvera og/eða umferð hundsins um slík rými stranglega bönnuð. Brot á því telst alvarlegt brot á
samþykkt þessari og skilyrðum leyfisins og varðar sviptingu þess.

Ef annað er ekki tekið fram, nær samþykki skv. 1. mgr. einvörðungu til tiltekins hunds og gildir á meðan hann lifir. Heimilt er að
afturkalla samþykki ef forsendur breytast verulega. Ástæður, sem réttlætt geta afturköllun, eru m.a. heilbrigðisástæður, svo sem
ofnæmi, og óþægindi og ónæði, sem fer verulega fram yfir það sem telst venjulegt og eðlilegt.

Ef um er að ræða annars konar sameign en um getur í 1. mgr., eða nábýli af öðrum toga og sameigandi eða nágranni telur
hundahaldið fara í bága við rétt sinn og hagsmuni, s.s. vegna ítrekaðs eða verulegs ónæðis og færi hann fram gild rök og
fullnægjandi gögn því til stuðnings, getur framkvæmdadeild synjað um umbeðið leyfi eða afturkallað áður veitt leyfi.

Ef íbúð í fjöleignarhúsi er leigð út skal leigusali upplýsa leigjanda um hvort hundahald er leyft í húsinu.

Ef eigandi íbúðar í fjöleignarhúsi, sem veitt hefur leyfi fyrir hundi í annarri íbúð, selur íbúð
sína helst samþykkið fyrir þann hund á meðan hann lifir, sbr. þó 3. mgr.

6. gr.

Skammtímaheimsóknir.

Hundar sem ekki eru skráðir á Akureyri mega ekki dveljast þar lengur en í þrjá mánuði nema með leyfi
framkvæmdadeildar og að fengnu samþykki samkvæmt 5. gr. sé um fjöleignarhús að ræða.

Um skammtímaheimsóknir hunda í húsum gildir ákvörðun eigenda einbýlis- og fjöleignarhúsa hverju sinni og/eða
reglur viðkomandi húsfélags.

7. gr.

Hundaskrá, tilkynningarskylda eiganda.

Upplýsingar um hunda skal skrá hjá framkvæmdadeild Akureyrarkaupstaðar. Skrá skal heiti, aldur, kyn, tegund, litarhátt, númer
örmerkis og önnur einkenni hunds. Þar skal einnig skrá nafn og heimilisfang leyfishafa.

Eiganda hunds ber að tilkynna framkvæmdadeild um aðsetursskipti. Einnig skal hann tilkynna eftirlitinu ef hundurinn drepst eða er fluttur úr
lögsagnarumdæminu. Eigendaskipti skal tilkynna með sama hætti.

8. gr.

Ábyrgðartrygging.

Leyfishafa er skylt að hafa í gildi ábyrgðartryggingu vegna hunds sem hann hefur leyfi fyrir. Skal ábyrgðartryggingin ná til alls þess
tjóns, sem hundurinn kann að valda mönnum, dýrum, gróðri og munum.

9. gr.

Ormahreinsun, örmerking og merkiplötur.

Skylt er að ormahreinsa hunda á hverju ári. Skal eigandi hunds skila vottorði dýralæknis um ormahreinsun hundsins til framkvæmdadeildar
fyrir 31. desember ár hvert.

Hundur sem sótt er um leyfi fyrir skal örmerktur af dýralækni samkvæmt stöðlum
Alþjóða-staðlaskrárráðsins, ISO 11784 eða 11785. Nr. 321 14. mars 2011

Hundar skulu ávallt bera ól með plötu um hálsinn, sbr. 1. mgr. 3. gr. Á plötuna skal greypa skráningarnúmer hunds og
símanúmer eiganda hans. Þá skal við ólina festa merki sem sýni að árlegt eftirlitsgjald hafi verið greitt.

10. gr.

Gjöld fyrir leyfi.

Fyrir leyfi til að halda hund skal leyfishafi greiða annars vegar leyfisgjald og hins vegar eftirlitsgjald. Gjöldum þessum er ætlað að standa undir
kostnaði af hundahaldi og framkvæmd sam-þykktar þessarar. Bæjarstjórn setur gjaldskrá, að fenginni umsögn heilbrigðisnefndar, samkvæmt 25.
gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Leyfisgjaldið greiðist einu sinni, við skráningu hunds. Eftirlitsgjald greiðist einnig við skráningu hunds, þ.e. hlutfallslega miðað
við þann mánuð sem skráning fer fram og síðan árlega 1. mars með eindaga 1. apríl ár hvert. Dragist greiðsla lengur en
mánuð fram yfir eindaga fellur leyfið niður.

Björgunarsveitar- og hjálparhundar eru undanþegnir eftirlitsgjaldi, en eru eftir sem áður skrán-ingarskyldir og skulu uppfylla skilyrði 3.
gr.

Heimilt er að veita þeim eigendum hunda sem sótt hafa námskeið viðurkennds hundaþjálfara 50% afslátt af eftirlitsgjaldi í
eitt skipti fyrir hvern hund.

11. gr.

Helstu varúðar-, aðgæslu- og umgengniskyldur.

Eigendur og umráðamenn hunda skulu gæta þess vel, að hundar þeirra valdi ekki hættu, óþæg-indum,
óþrifnaði eða raski ró manna, með stöðugu eða ítrekuðu ýlfri eða gelti.

Framkvæmdadeild Akureyrarkaupstaðar getur krafist þess að eigandi hunds sæki hlýðni-námskeið með hund sinn ef
ástæða þykir til.

Eigendum og umráðamönnum hunda er ávallt skylt að fjarlægja saur eftir hunda þeirra.

Óheimilt er að láta hunda vera lausa, nema nytjahunda, sbr. þó 13. gr., þegar þeir eru að störfum í gæslu eiganda
eða umráðamanns. Hundar skulu annars ávallt vera í taumi utan húss, sbr. þó 13. gr., og í umsjá manns sem hefur fullt vald yfir
þeim. Heimilt er þó að hafa hunda lausa undir eftirliti ábyrgs aðila innan hundheldrar girðingar.

Óheimilt er að tjóðra hund án eftirlits ábyrgs aðila eða skilja eftir eftirlitslausa utan húss eða á svölum
eða afgirtum veröndum. Þegar hundur er tjóðraður á lóð, skal taumurinn ekki vera lengri en svo að komast megi óhindrað að
aðaldyrum viðkomandi húss. Taumur má ekki vera svo langur að hundur komist út fyrir lóðarmörk.

Hafi eigandi eða umráðamaður ástæðu til að ætla að hundur hans sé grimmur eða varasamur skal hann sjá til
þess að hundur hans sé ávallt mýldur utan heimilis síns.

Bannað er að árásarþjálfa hunda.

Að öðru leyti skal fara að ákvæðum laga nr. 15/1994 um dýravernd og reglugerðar nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu
gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni, eftir því sem við á.

12. gr.

Taumskylda og sérstakar takmarkanir.

Heimilt er að vera með hunda í taumi og í fylgd ábyrgs aðila á göngustígum, á opnum svæðum, í
Kjarnaskógi, í almenningsgörðum og á hesthúsasvæðum í Hlíðarholti og Breiðholti. Einnig er heimilt að vera með hunda
í taumi í friðlandi Krossanesborga og við óshólma Eyjafjarðarár, nema á varptíma fugla.

Lausaganga hunda er stranglega bönnuð í Hrísey.

Óheimilt er að fara með hunda á almennar samkomur, svo sem 1. maí, 17. júní, um verslunar-mannahelgi og á Akureyrarvöku.

13. gr.

Staðir þar sem hundar mega vera lausir.

Heimilt er að sleppa hundum lausum á eftirtöldum stöðum og svæðum: Nr. 321 14. mars 2011

 1. Í landi Blómsturvalla í Hörgárbyggð.
 2. Innan hundaheldra girðinga og hundaæfingasvæða, sem merkt eru sem slík og samþykkt hafa verið af heilbrigðiseftirliti.
 3. Á auðum svæðum, fjarri íbúðabyggð, þar sem ekki er sauðfjárbeit og með þeim takmörk-unum sem getið
  er um í 14. gr.

14. gr.

Óheimilir staðir.

Ekki má hleypa hundum inn í húsrými eða á lóðir sem fjallað er um í fylgiskjali 3 með reglu-gerð nr. 941/2002
um hollustuhætti, sbr. 19. gr. reglugerðarinnar. Einnig er óheimilt að hleypa hundum inn í húsnæði matvælafyrirtækja, sbr. reglugerð nr.
103/2010 um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004 um hollustuhætti sem varða matvæli, og inn í
húsnæði vatnsveitna sbr. reglugerð nr. 536/2001 um neysluvatn og reglugerð nr. 405/2004 um náttúrulegt ölkelduvatn og átappað lindarvatn.
Framangreindir staðir eru m.a. eftirfarandi:

 1. Vatnsveitur, vatnsból og vatnsverndarsvæði þeirra, brunnar og sjóveitur.
 2. Almennings- og útisalerni.
 3. Hvers konar sorpgeymslu- og sorpförgunarstaðir.
 4. Gististaðir, veitingastaðir og matsölustaðir.
 5. Tjald- og hjólhýsasvæði, nema með leyfi umsjónaraðila.
 6. Húsakynni þar sem geymd eru, framleidd eða seld matvæli.
 7. kólar, kennslustaðir, leikskólar, gæsluvellir og sumarbúðir fyrir börn.
 8. Rakarastofur, hárgreiðslustofur, hvers konar snyrtistofur og sólbaðsstofur.
 9. Heilbrigðisstofnanir, sjúkrahús, tannlækna- og læknastofur, aðgerðarstofur, og meðferðar-stofnanir.
 10. Heilsuræktar- og íþróttastöðvar. Nudd- og baðstofur. Húðflúrstofur.
 11. Fangelsi og aðrar vistarverur handtekinna manna.
 12. amkomuhús hvers konar og staðir, sem almenningur hefur aðgang að vegna afgreiðslu og þjónustu, s.s. kirkjur, leikhús,
  hljómleikasalir, söfn og kvikmyndahús.
 13. Kirkjugarðar.
 14. Almenn samgöngutæki, nema leigubifreiðar með samþykki bílstjóra.
 15. atjurtagarðar Akureyringa (garðlönd).

Heimilt er þó að fara með gæludýr inn í íþróttamannvirki, heilbrigðisstofnanir, snyrtistofur og þar sem er
starfsemi sem sérstaklega er ætluð dýrum.

Heimilt er fötluðu fólki að hafa með sér hjálparhunda í strætisvagna, á gististaði, veitingastaði, í
skóla, á snyrtistofur og hársnyrtistofur, heilbrigðisstofnanir, íþrótta- og baðstaði, fangelsi og samkomuhús, enda sé hinum
fatlaða ótvíræð nauðsyn að hjálparhundi.

Heimilt er, að fenginni beiðni hlutaðeigandi stofnunar og með samþykki heilbrigðisnefndar að veita undanþágu til að halda hunda
á heilbrigðis- og meðferðarstofnunum.

Heilbrigðisnefnd getur heimilað að farið sé með dýr inn í íþróttamannvirki þar sem aðstaða er til
íþróttaiðkunar á ís vegna sýninga eða keppni, sbr. 2. mgr. 19. gr. reglugerðar nr. 941/2002 um holl-ustuhætti. Kveða skal á um
það í starfsleyfi íþróttamannvirkisins eða gefa út sérstakt starfsleyfi fyrir einstakar sýningar eða keppni ef slík starfsemi
er ekki með reglubundnu millibili á skautasvellinu.

Ákvæði þessarar greinar gilda þó ekki um nytjahunda að störfum.

15. gr.

Lausir hundar, handsömun, geymsla, aflífun, kostnaður.

Sleppi hundur frá eiganda eða umráðamanni, skal viðkomandi tafarlaust gera ráðstafanir til að handsama hann. Hunda í lausagöngu
skal færa í sérstaka hundageymslu og tilkynna eiganda um handsömunina svo fljótt sem auðið er. Eigandi hunds skal greiða allan kostnað við
handsömun og geymslu hans áður en honum er afhentur hundurinn á ný. Ef hunds er ekki vitjað innan einnar viku frá handsömun er heimilt að
ráðstafa honum til nýs eiganda eða selja hann fyrir áföllnum kostnaði. Að öðrum kosti skal hann aflífaður, að undangenginni
auglýsingu. Nr. 321 14. mars 2011

16. gr.

Grimmir, varasamir og hættulegir hundar. Aflífun.

Hafi eigandi hunds eða framkvæmdadeild Akureyrarkaupstaðar ástæðu til að ætla að hundurinn sé grimmur eða varasamur skal
eigandi sjá til þess að hundurinn sé ávallt mýldur utan heimilis síns.

Ef hundur telst hættulegur, getur framkvæmdadeild Akureyrarkaupstaðar, sá sem verður fyrir tjóni vegna hundsins eða umsjónarmaður
hans krafist þess að hundurinn verði aflífaður og er þá skylt að verða við þeirri kröfu, enda hafi verið leitað álits
sérfróðra aðila, s.s. dýralækna eða hundaþjálfara, sem viðurkenndir eru af framkvæmdadeild, áður en ákvörðun
um aflífun er tekin.

17. gr.

Áminning og svipting leyfis vegna brota.

Ef eigandi hunds brýtur gegn lögum um dýravernd, dýrahald, samþykkt þessari eða öðrum reglum sem um dýrahald gilda, getur
framkvæmdadeild Akureyrarkaupstaðar afturkallað leyfi til hans og/eða bannað honum að vera með hund í lögsagnarumdæmi Akureyrarkaupstaðar.

Sé brot smávægilegt skal áminna eiganda hunds að undangengnum andmælarétti. Ítrekað brot gegn lögum um dýravernd,
dýrahald, samþykkt þessari eða öðrum reglum, sem um dýrahald gilda varðar afturköllun leyfis til hundahalds.

18. gr.

Lögregluaðstoð.

Framkvæmdadeild Akureyrarkaupstaðar getur ef þörf krefur leitað atbeina lögreglu við að framfylgja samþykkt þessari og
ákvörðunum teknum á grundvelli hennar. Heilbrigðinefnd getur sett nánari reglur um framkvæmd samþykktar þessarar.

19. gr.

Viðurlög.

Um valdsvið og þvingunarúrræði vísast til VI. kafla laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Eigendur eða umráðamenn hunda sem brjóta gegn ákvæðum samþykktar þessar skulu sæta skriflegri áminningu og gefinn
hæfilegur frestur til úrbóta. Ef eigandi eða umráðamaður hunds van-rækir skyldur sínar eða brýtur ítrekað gegn
ákvæðum samþykktar þessarar eða öðrum reglum sem gilda um hundahald getur sveitarstjórn bannað viðkomandi að halda hund og
látið fjarlægja hundinn.

Brot gegn samþykkt þessari varða sektum rúmist þau jafnframt innan refsiákvæða hlutaðeigandi laga, nema þyngri refsing liggi
við samkvæmt öðrum lögum. Skulu þau brot sæta þeirri málsmeðferð sem boðin er í lögum nr. 88/2008 um meðferð
sakamála.

Um málskot fer samkvæmt lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

20. gr.

Hundaræktun.

Til hundaræktunar telst starfsemi þar sem sex eða fleiri dýr, eru haldin til undaneldis og ætlunin er að hafa áfram til undaneldis. Um
hundaræktun gildir reglugerð nr. 1077/2004 um aðbúnað og umhirðu gæludýra og dýrahald í atvinnuskyni.

21. gr.

Gildistaka.

Samþykkt þessi staðfestist hér með skv. 25. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunar-varnir til þess að öðlast gildi
þegar við birtingu. Frá sama tíma fellur úr gildi samþykkt nr. 360/2001 um hundahald á Akureyri.

Ákvæði til bráðabirgða.

I.

Þær undanþágur frá banni við hundahaldi, sem veittar hafa verið fyrir gildistöku samþykktar þessarar, halda gildi
sínu. Að öðru leyti gildir samþykktin um áður veittar undanþágur. Nr. 321 14. mars 2011

II.

Þeir sem halda fleiri hunda en þrjá þegar samþykktin tekur gildi er skylt að skrá þá innan sex mánaða og hafa
þeir þá leyfi til að halda þá á heimili sínu á meðan þeir lifa.

Umhverfisráðuneytinu, 14. mars 2011.

 

__________

B-deild – Útgáfud.: 28. mars 2011

Samþykkt um hundahald á Suðurnesjum

Samþykkt um hundahald

í Keflavík, Njarðvík, Grindavík, Miðneshreppi, Gerðahreppi, Vatnsleysustrandarhreppi og Hafnahreppi, ásamt síðari breytingum.

1. gr.

Hundahald er bannað innan ofangreindra sveitarfélaga á Suðurnesjum að undanskildum þarfahundum á lögbýlum, leitarhundum og hundum til aðstoðar blindu og fötluðu fólki samkvæmt læknisráði.

2. gr.

Sveitarstjórnum er heimilt að veita undanþágu til hundahalds með eftirtöldum skilyrðum:

 1. a.Hundurinn skal skráður hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja ( H.E.S.) og er leyfi bundið við nafn og heimilisfang lögráða einstaklings. Hundurinn skal merktur með INDEXEL örmerki auk merkis í hálsól sem sýni að hann hafi verið hreinsaður af bandormum.

 2. b.Árlega skal greiða leyfisgjald fyrir þá hunda sem undanþága er veitt fyrir. H.E.S. sér um að ábyrgðartryggja alla skráða hunda á svæðinu. Heilbrigðisnefnd Suðurnesja gerir tillögu um upphæð leyfisgjalds til sveitarstjórna á Suðurnesjum sem ákveða gjaldið í sérstakri gjaldskrá sem umhverfisráðherra staðfestir og er gjaldið til að standa straum af kostnaði við umsjón og eftirlit með hundum á svæðinu. Gjaldið greiðist við skráningu fyrir eitt ár í senn og síðan fyrirfram árlega með gjalddaga 1. mars. Af þarfahundum á lögbýlum, leitarhundum og hundum til aðstoðar blindu og fötluðu fólki samkvæmt vottorði læknis, greiðist hálft gjald. Ef fleiri en einn hundur er á sama heimili og í eigu sama einstaklings, greiðist fullt gjald af einum hundi en hálft gjald af öðrum. Dráttarvextir falla á ógreidd gjöld eftir 1. júní. Hafi gjöldin ekki verið greidd 1. september falla hlutaðeigandi leyfi úr gildi. Ef eigandaskipti verða á hundi ber hinum nýja eiganda að sækja þegar um undanþágu til H.E.S.

 3. c.Hundur skal aldrei ganga laus á almannafæri heldur vera í taumi í fylgd aðila sem hefur fullt vald yfir honum. Eigi er leyfilegt að fara með hund inn í skóla, íþróttahús, sundstaði, barnaleikvelli, almenningsfarartæki, matvöruverslanir, fiskverkunarhús eða aðra staði þar sem matvæli eru um hönd höfð, ennfremur sjúkrahús, kirkjur, bókasöfn og aðrar opinberar stofnanir. Þarfahundar á lögbýlum ( smalahundar ) mega ekki ganga lausir utan girðingar nema þegar þeir eru notaðir við smölun.

 4. d.Hundahald í sambýlishúsum er háð því að eigendur/umráðamenn íbúða eða stjórn húsfélaga samþykki slíkt og ber umsækjanda að leggja fram skriflegt samþykki þeirra með umsókn sinni til hundahalds.

 5. e.Hundaeigendum ber að hlýta að öðru leyti lögum og reglum er hundahald varða, þar á meðal reglum um árlega hreinsun (bandormahreinsun) svo og fyrirmælum sem heilbrigðisnefnd kann að setja.

 6. f.Hundar mega ekki valda ónæði með spangóli eða gelti.

 7. g.Þegar hundur er í festi á húslóð skal lengd festarinnar við það miðuð að óhindrað megi ganga að aðaldyrum hússins.

 8. h.Hundaeigendum ber að viðhafa fullkomið hreinlæti í meðferð hunda sinna og m.a. fjærlægja hundaskít.
  3. gr.

Ef brotið er gegn skilyrðum fyrir hundahaldi má taka viðkomandi hund úr umferð og skal honum komið fyrir í hundageymslu sé um minni háttar brot að ræða. Skal þá hundaeigandi látinn vita og honum gefinn kostur á að leysa hundinn út gegn greiðslu alls kostnaðar vegna brotsins innan viku. Sé um að ræða ítrekað brot og alvarlegt brot, afturkallast viðkomandi undanþága til hundahalds.

Veitist hundur að fólki með gelti eða urri að tilefnislausu, glefsar eða bítur, telst það alvarlegt brot.

Vanræksla á að færa hund til bandormahreinsunar telst alvarlegt brot. Sé hundur staðinn að því að elta og bíta sauðfé, telst það alvarlegt brot. Heimilt er að aflífa leyfislausa hunda.

4. gr.

Sveitastjórnum er heimilt hvenær sem þörf krefur að afturkalla leyfi fyrir einstökum hundum eða öll veitt leyfi teljist þess þörf. Þegar um afturköllun leyfis er að ræða ber hundaeiganda að færa viðkomandi hund í hundageymslu eða til dýralæknis í samráði við Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja.

Í þeim tilvikum þar sem rekja má leyfissviptingu til vanrækslu eiganda skal veittur vikufrestur til að ráðstafa hundinum annað. Sé slíkt ekki gert er heimilt að aflífa hundinn.

5. gr.

Brot gegn samþykkt þessari varðar sektum. Með broti gegn samþykkt þessari skal farið að hætti laga um meðferð opinberra mála og að öðru leyti í samræmi við ákvæði laga nr. 109/1984.

6. gr.

Framangreind samþykkt sveitarstjórna Keflavíkur, Njarðvíkur, Grindavíkur, Miðneshrepps, Gerðahrepps, Vatnsleysustrandarhrepps og Hafnahrepps staðfestist hér með skv. 22. gr. laga nr. 109/1984 um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sbr. lög nr. 7/1953, um hundahald og varnir gegn sullaveiki, til þess að öðlast gildi þegar við birtingu. Jafnframt fellur úr gildi samþykkt með sama heiti frá 29. janúar 1985.

Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 1. september 1987. F.h.r.

______________________________

Páll Sigurðsson

_______________________________

Ingimar Sigurðsson

[ultimate_info_banner banner_title=”Veist þú um slæma meðferð dýrs?” banner_desc=”Matvælastofnun er sú ríkisstofnun sem hefur yfirumsjón með dýravelferðarmálum á Íslandi.” button_text=”Tilkynna til MAST” button_link=”||” info_effect=”fadeIn” banner_image=”410|http://www.hundasamfelagid.is/wp-content/uploads/2015/10/mast-tilkynna.jpg” button_color=”#d82020″ button_text_color=”#ffffff” button_text_hover_color=”#f2f2f2″ el_class=”tilkynna2″]

ib3 image

Veist þú um slæma meðferð dýrs?
Matvælastofnun er sú ríkisstofnun sem hefur yfirumsjón með dýravelferðarmálum á Íslandi.

Tilkynna til MAST

Athugasemdir

athugasemdir