Hundasvæði

Kortið sýnir samþykkt hundasvæði á Íslandi.  Kassi þýðir afgirt hundagerði, stjarna þýðir óafgirt samþykkt lausagöngusvæði. Hringur þýðir svæði sem hefð hefur myndast fyrir því að sleppa hundum lausum en er ekki beint samþykkt af sveitarfélaginu. Þessi svæði mega þó ekki brjóta hundasamþykktir og eru því utan þéttbýlis. Ef þú veist um svæði sem er ekki á kortinu eða ef upplýsingar eru vitlausar sendu okkur skilaboð hér neðst á síðunni og láttu okkur vita.