Hundasvæði

Hér er listi yfir samþykkt hundasvæði á Íslandi eða algeng lausagöngusvæði utan bæjarmarka. Svæðunum er skipt niður eftir staðsetningu og gerðum/lausagöngusvæðum.

Stjarna: Óafgirt svæði.
Kassi: Afgirt svæði.
Hringur: Vinsælt svæði utan bæjarmarka.

Ef þú veist um svæði sem ekki er á listanum endilega sendu okkur póst á voff@hundasamfelagid.is.

Reykjavík

Laugardalur

 

laugardalurGerðið er voða hrátt, aðeins möl og smá grasblettir, enda lítil aðsókn í það. Það er ruslatunna og bekkur fyrir eigendur,

BSÍ

BSIÞó gerðið sé lítið og hrátt er það nokkuð vinsælt þar sem það er þæginlega staðsett fyrir stóran hóp hundaeiganda.

.

Geirsnef

GeirsnefGeirsnef er mest aðsótta hundasvæðið á Reykjavíkur svæðinu. Það er stórt og hentar vel fyrir hlaup og leik. Þeir hafa aðgang að vatninu sitthvoru megin á eyjunni þó hundar séu ekki leyfðir í Elliðaánna yfir veiðitímann. Eigendur geta fengið sekt yfir sumartímann, en ekki er vitað til þess að það hafi komið til þess. Hundar hafa einnig farið yfir ánna og farið í vötnin hinumegin þar sem er mikið kríuvarp á sumrin. Einnig hafa hundar því miður farið út á Vesturlandsveg með hryllilegum afleiðingum því það er ekkert afgirt. Það er því mikilvægt að hundar hlýði innkalli í slíkri nálægð við svona mikla umferð. Einnig sökum fjölda hunda sem sækja Geirsnefið er mikilvægt að fara ekki með hund á svæðið sem er hræddur við aðra hunda. Því er fylgt eftir af mestu leyti, en það hafa komið upp alvarlegir áverkar á hundasvæðinu sökum þess að hundar sem eru ekki nægilega vel umhverfisvandir sé sleppt lausum í kring um of marga hunda.

Geldingarnes

GeldingarnesGeldingarnesið er gott lausagöngusvæði í Grafarvogi. Svæðið er ekki eins mikið notað og Geirsnefið. Það er nokkuð um varp þarna þannig ekki er mælt með að koma með hunda sem gætu farið að veiða fugla.

Paradísardalurinn

paradísParadísardalurinn er stærsta og margbreytilegasta svæðið sem er í nálægð við Reykjavík. Hundasamþykktin segir að bannað sé að sleppa hundum lausum við Rauðavatn, því þar er mikil hestaumferð, en ef labbað er inn í skóginn frá Rauðavatni eða Landsprent er hægt að fylgja mörgum mismunandi gönguleiðum og hægt að taka allt upp í 1-2 klst hringi. Gangan getur verið krefjandi fyrir eigendur á þessu svæði þar sem það eru dalir og skógar. Þetta er gífurlega fallegt svæði og er því algengt göngusvæði, bæði fyrir hundaeigendur og án hunda. Það er mælt með að eigandi geti kallað hundinn til sín í taum ef mætt er öðru fólki, því þó svo að þetta sé hundasvæði er gott að sýna almenna tilitssemi ef hundurinn á það til að sýna ókunnugum athygli.

Breiðholt

Capture

Staðsett í skóginum fyrir neðan bensínstöðina í Breiðholtsbrekkunni. Einnig er hægt að labba upp í gerðið frá Arnarbakka. Í gerðinu eru lítil tré, gras og möl, mesta fjölbreytnin er að líklegast í þessu gerði fyrir hundana.

Kópavogur

Vatnsendahæð

Capture

Bæði er hægt að komast að svæðinu Vatnsendahvarfs megin og eftir Útvarpsstöðvarveginum, svæðið er fyrir ofan skíðabrekkuna í Breiðholti og liggur upp að útvarpshúsinu. Stórt og opið svæði. Það er stutt í byggð og aðeins lengra í umferð. Hundur þarf að vera með gott innkall þar sem það er algengt að þarna séu börn að leika og fólk að labba með hundana sína, ýmist í taumi eða ekki. Einnig á það til að verða mikið um drullu eftir rigningu og snjó.

Garðabær

Bali


Bali er lausagöngusvæði fyrir aftan Hrafnistu, svæðið er í hrauninu sem liggur að mörkum Hafnarfjarðar. Svæðið er ekki afgirt og er algengt göngusvæði, mælt er með að vera með gott innkall. Einnig eru fúlar tjarnir á svæðinu og því mælt með að búast við því ef farið er með hund sem sækist í vatn.

Hafnarförður

Völlunum

CaptureHægt er að fara Hvaleyrarvatnsveginn eða Krísuvíkur/Ásbrautar veginn að svæðinu. Svæðið er ekki afgirt og nokkuð nálægt veginum þannig ekki er mælt með að fara með hund þangað sem eltir bíla eða er lélegur í innkalli.

Mosfellsbær

Ullarnesbrekka

Capture

Það getur verið vandamál að komast að þessu gerði, það þarf að fara upp brekkuna í átt að Esjunni og snúa við á hringtorginu efst á myndinni, keyra til baka og fylgjast vel með skylti og beygju til hægri. Þar er komið að brattri brekku niður á bílastæði þar sem þarf að fara varlega, sérstaklega á veturnar þar sem malarvegurinn er brattur og getur orðið ófær í hálku og snjó.
Gerðið er hinsvegar stæðst af afgirtu gerðunum. Gerðið er stór grasblettur með hárri girðingu, það hentar því best í boltaleiki.

.

Akranes

Kalmansvellir

Kalmansvellir

Svæðið er við Miðvog, aðkoma að svæðinu er af afleggjara sem liggur frá hrintorgi við Bónus að hesthúsahverfinu á Æðarodda.
Svæðiði er stórt og afgirt, það hafa þó komið upp vandamál þar sem smáir hundar komast í gegn um grindverkið og eitt af hliðunum þremur hefur verið skilið eftir opið.
Á svæðinu eru þrautabrautir fyrir hunda og pokastandur með fríum hundaskítspokum sem hluti af tilraunaverkefni bæjarins.

Bolungarvík

Capture

Svæðið er óafgirt en afmarkast af gamla flugvellinum, fjörunni, Ósá og gamla veginum að Óshlíð.
Stórt og skemmtilegt svæði fyrir lausagöngur, Ósá er yfirleitt mjög fín og róleg og hentar því í busl og leik.

Dalvík

Við Upsakirkjugarð

upsakirkjugardur

Ekið er út úr bænum áleiðis að Upsakirkjufarði. Svæðið er óafgirt og þar er rennandi lækur sem er mikið nýttur á sumrin.

Ólafsfjörður

skeggjabrekkudalur

Ekið er út úr bænum áleiðis að Upsakirkjufarði. Svæðið er óafgirt og stórt með lækjum og fallegri náttúru.

Akureyri

Borgir

Borgir

Borgir er innanbæjarsvæði. Ca 3000 fermetrar að stærð og girðing sem er ca einn og hálfur metri. Það er lýsing og einnig rusladallur sem tæmdur er af starfsmönnum Akureyrarbæjar. Kosturinn við svæðið er t.d. að hægt er að koma þar við í göngutúr, leyfa hundinum að leika laus og halda svo áfram. Einnig að svæðið er ekki það stórt að þú missir sýn á hundinum og auðvelt er að grípa inn í aðstæður. Gallinn er að svæðið verður of blautt á vorin og t.d. þurfti að loka þvi í sex vikur í fyrra á meðan það var að jafna sig.
Hluti svæðisins er afgirt smáhundasvæði, sem er þó litið notað en fólk hefur þó notfært sér smáhundasvæðið þegar það vill ekki að hundurinn sinn hitti aðra hunda.

Blómsturvellir

blómsturvellir

Blómsturvellir er svæði utan Akureyrar. Þangað fer fólk aðeins á bíl og það er auðvitað galli fyrir þá sem eru bíllausir. Svæðið er risastórt tún með háu grasi á sumrin og djúpum snjó á veturna, mjög skemmtilegt fyrir hundana. Það eru göngustígar fyrir okkur mannfólkið. Svæðið liggur að sjó og gaman fyrir hunda að synda þar og einnig er smálækur þannig að hundarnir geta fengið sér að drekka. Þarna er lítill skúr sem gefur skjól fyrir vindi og hægt er að fara inn og hella sér upp á kaffi. Engin lýsing er á svæðinu og stendur ekki til að bæta úr því. Rusladallar eru tveir á svæðinu en fólk verður sjálft að tæma þá annað slagið og bera stóra ruslapoka út af svæðinu þar sem starfsmenn Akureyrarbæjar taka þá. Svartir ruslapokar eru alltaf geymdir í skúrnum. Kosturinn við svæðið er klárlega stærðin og sjórinn og lækurinn. Hægt er að hlaupa endalaust um og svo kæla sig og drekka. Gallinn er kannski helst sá að girðingin er varla hundheld , nær varla meter á hæð, er klassísk “sveitagirðing” og liggur sumstaðar niðri. Einnig er auðvelt að “týna” hundinum sínum vegna stærðar og erfitt að grípa inn í aðstæður þegar hundurinn þinn er kominn niður að sjó en þú ert ennþá efst, nýkominn inn.

Hveragerði

Capture

Í hveragerði eru tvö gerði.
Annað er við Ölfusborgir.
Ekið er eftir þjóðvegi 1 og beygt í átt að Ölfusborgum. Hundasvæðið er vinstra megin við veginn um leið og beyft er af þjóðveginum. Svæðið er afgirt og er ætlað stærri hundum.
Hitt er við Heiðarbrún.
Gerðið er afgirt og ætlað smærri hundum.

Selfoss

1

Svæðið er sunnan við Suðurhóla á Selfossi, austan Lækjamótavegar.
Afgirt stórt gerði sem hentar bæði smáhundum og stórum. Göngustígur í gerðinu sem hægt er að labba og bekkur fyrir eigendur.

Þorlákshöfn

2017-04-13_1623

Staðsett norðan við Ísnet í áttina að golfvellinum.

Vestmannaeyjar

Fellaavegur

Svæðið er stórt og opið. Það er hringur sem hægt er að labba eftir, en það er einnig hægt að labba fleiri leiðir út frá hringnum. Það er aðeins ein ruslatunna við byrjun hringsins. Bílar keyra hringinn líka og stundum mjög hratt. Það er skotsvæði beint fyrir neðan svæðið sem er alveg opið og því mikill ókostur. Það er líka oft mjög hvast á svæðinu þar sem þetta er mjög langt í burtu frá miðri eyjunni..

Höfn

Capture

Hundasvæðið liggur út tangann og er því óafgirt.

Neskaupsstaður

NeskSvæðið er alveg upp við fjallið og óafgirt. Það hafa fallið skriður á svæðinu og kemur mikil drulla þegar bleyta er í jarðveginum. Það er þó hægt að fara upp fjallið og njóta yndislegrar náttúru með hundinum.

Eskifjörður

Fáskrúðsfjörður

fask

Svæðið er stór óafgirt og er við hliðina á hesthúsum.
Það eru hesthúsagirðingar nálægt flugbrautinni og séu hundar óvanir hestum er ekki mælt með að sleppa þeim lausum á svæðinu.

Reyðarfjörður

Stöðvarfjörður

Athugasemdir

athugasemdir