Eins og við höfum öll kynnst með einum eða öðrum hætti þá hafa hundar ótrúlegt þefskyn. Við njótum þeirra hlunninda að hafa hunda til að aðstoða okkur við ótrúlegustu hluti með nefinu á sér. Til dæmis leita að fólki sem hefur villst eða lent í snjóflóði. Leita að fíkniefnum, peningum(á flugvöllum svo fólk geti ekki smyglað með sér stórum upphæðum), krabbameini oglíkum. Við njótum aðstoðar við að þeir segja frá þegar fólk með sykursýki er að nálgast sykurfall og flogaveikum þegar þeir eru við það að fá kast. Í Svíþjóð er nú einn hundur sem er þjálfaður og kominn með vottun til að finna lífsýni þar sem grunur liggur á að nauðgun hafi átt sér stað. Svo það er ótrúlegustu hlutir sem hundar geta aðstoðað okkur við. Eina sem við vitum fyrir víst er að við höfum en ekki hugmynd um hversu nákvæmt nefið á þeim er. Við erum bara að finna betri og betri leiðir til að þjálfa fram það sem við viljum að þeir hjálpi okkur með. Allir hundar hafa gott af að fá að vinna með nefinu sem oftast, jafnvel þó að þeir séu ekki sérstakir “vinnuhundar”. Sama hvort það er til dæmis spor, leit eða NoseWork, þá er nefið besta leiðin til að gefa hundinum andlega útrás þar sem hann þarf stöðugt að vinna úr nýjum upplýsingum allan tímann sem þeir eru að leita. Þeir verða þreyttari á allt annan hátt þegar við fáum þá til að fókusa nefinu í að finna og elta ákveðna lykt en á að fá að þefa út um allt í göngutúrum. Nefið á hundinum er einstakt að öllu leiti til dæmis hvernig útlit nefsins hefur sérstakan tilgang, þegar hundurinn andar út þá fer loftið til hliðanna svo það smiti ekki lyktina sem hann dregur inn með næsta andardrætti. (sjá mynd).

Það er merkilegt að hundar hafi svona ótrúlega gott þefskyn þegar aðeins 12% af því lofti sem þeir anda inn sem fer upp að lyktarsellunum. Rest fer beint niður í lungu og svo út aftur.
Það er merkilegt að hundar hafi svona ótrúlega gott þefskyn þegar aðeins 12% af því lofti sem þeir anda inn sem fer upp að lyktarsellunum. Rest fer beint niður í lungu og svo út aftur.

Við höfum um 20 miljónir lyktarnema sem greina lykt á meðan hundar hafa í kringum 220 milljónir. Svo þeir lifa i allt öðrum heimi en við þegar kemur að lykt. Það sem gerir lyktarskyn þeirra einstakt er einnig að því “mikilvægari” sem lykt er fyrir hundinn þá eykst magn skynjara sem taka upp þá lykt. Í þessu tilfelli tölum við um lykt þegar í raun meinum við sameindir, taugarnar senda aðeins boð til heilans ef minnst 40 sellur nema þessi sömu sameindum, eða “lykt”. Ef hundurinn er stöðugt í kringum sömu lyktina þá minnkar næmnin í þeim skynjurum sem nema þá lykt svo hún truflar ekki hundinn við að finna aðra lykt. Göngin í nefinu eru byggð upp þannig að beinið er holótt svo að loft kemst alla leið upp að heila. Þar kemur eina beina snerting heilans við umheiminn og því er mikilvægt að setja ekki neitt upp í nefið á sér sem er of sterkt (gildir fyrir okkur líka).

Hundar hafa sérstakt líffæri(kallast oft jakobsons líffæri) sem er staðsett í efri góminum(grænn litur á mynd), upphleyptu rendurnar sem við sjáum þar. Það er eingöngu til að nema ferómón svo það er ekkert sem þeir hafa stjórn á. Svo þegar þið sjáið hund sem sleikir jörðina þar sem hann hefur verið að þefa þá er það vegna þess að hann er að færa sameindir upp að jakobsons líffærinu í efnagreiningu. Ef kjálkinn byrjar að titra eða þeir sleikja ákaft út um þá er það venjulega merki um að lyktin var eftir tík sem er á lóðaríi og þetta er ekkert sem þeir hafa stjórn á. Þetta er gott að hafa í huga ef maður verður pirraður á því hvernig hundurinn lætur í göngutúrunum um hverfið.

Sturla Þórðarson Hundaþjálfari og atferlisfræðingur