Félag ábyrgra hundaeigenda (FÁH) hefur síðastliðna daga birt svör sveitarfélaganna við 20 spurningum sem margir hundaeigendur hafa velt fyrir sér
Spurningarnar eru eftirfarandi:
- Hvar eru óskilahundar geymdir?
- Hvað er gert til þess að reyna að hafa uppi á eiganda hunds sem finnst innan bæjarmarka?
- Er einhver munur á verklagi varðandi hunda sem eru örmerktir og þeirra sem ekki eru það?
- Hvert er dagsgjald hjá þeim vörsluaðila sem hýsir óskilahunda fyrir bæinn?
- Eru hundaeftirlit þessara bæjarfélaga með upplýsingasíðu, eins og t.d. á Facebook, þar sem hægt er að sjá tilkynningar um týnda og fundna hunda?
- Í hversu mörg útköll fara hundaeftirlitsmenn að meðaltali á dag?
- Hverjar eru hæfniskröfur sem gerðar eru til hundaeftirlitsmanna?
- Hvernig eru samskiptum lögreglu og hundaeftirlits háttað þegar kemur að óskilahundum, sérstaklega ef óskilahundur er gripinn utan opnunartíma hundaeftirlitsins?
- Þegar hundur er fjarlægður af heimili er þá beðið um heimild til þess fyrir dómstólum?
- Hversu margar kvartanir (sundurliðað eftir umkvörtunarefni) berast á hverju ári til hundaeftirlitsins?
- Hvernig eru verkferlar hjá hundaeftirlitinu þegar hundur glefsar eða bítur fólk?
- Ef hundaeftirlitsmaður kemur auga á lausan hund, hvað gerir hann þá ? En ef eigandi er nálægt, er brugðist öðruvísi við þá?
- Hversu lengi eru óskilahundar geymdir áður en þeim er lógað?
- Er haft samband við félög eins og Dýrahjálp áður en hundi er lógað?
- Hversu mörgum hundum hefur verið lógað frá árinu tvö þúsund?
- Er boðið upp á að skrá hunda rafrænt?
- Ber hundaeiganda alltaf að vera með merki frá hundaeftirlitinu á skráðum hundi? Hver eru viðurlögin við því að setja ekki merki á skráðan hund?
- Er aðeins hægt að ná í hundaeftirlitsmenn á auglýstum símatíma?
- Hversu margar fyrirspurnir fékk hundaeftirlitið á síðasta ári?
- Samkvæmt vefsíðu Hundasamfélagsins þá týndust 195 hundar í desember 2015 og janúar 2016. Hversu margar tilkynningar um týnda hunda bárust hundaeftirlitinu á þessum tíma?
Svör hafa borist frá Ísafjarðarbæ, Mosfellsbæ, sameiginlegt svar kom frá Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi og í gær voru birt svör frá Reykjavík.
67 hundar svæfðir í Reykjavík á árunum 2008 – 2015
Fram kemur að 67 hundar voru svæfðir í Reykjavík á árunum 2008 – 2015. Sex hundum var lógað 2007-2016 í Mosfellsbæ og 2-4 frá 2000-2007, en það fæst ekki staðfest. Garðabær, Hafnafjörður og Kópavogur virðast ekki halda utan um þessar upplýsingar miðað við svör bæjarfélagana og ekki fannst svar í árskýrslum við fyrstu sýn. Engum hundi hafði verið lógað í Ísarfjarðarbæ eða nágrenni samkvæmt svari bæjarins.
Hundasamfélagið virðist vera að hafa bein áhrif á fjölda svæfðra hunda í Reykjavík
Reykjavík greindi frá því að fjórir hundar hefðu verið svæfðir árið 2014 og aðeins einn árið 2015. Það þýðir að 62 hundar voru svæfðir á árunum 2008 – 2013. Það gerir rétt um tíu hunda á ári þau sex ár á undan en Reykjavíkurborg gat ekki birt eldri tölur.
Við spurningu 20) svöruðu bæjarfélögin eftirfarandi: Ísafjarðarbær: ,,Á ekki við“ Mosfellsbær: ,,Innan við 10 á þessum tveimur mánuðum“ Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur: Gaf ekki bein svör. Reykjavík: ,,Til hundaeftirlitsins í Reykjavík bárust færri tilkynningar þar um, ekki er hægt að fá þessa tölu nákvæmlega sundurliðaða úr tölvukerfinu miðað við 195 tilkynningar til Hundasamfélagsins en það er kanski talan á landsvísu. Einnig er það sv að hundaeigendur sem ætla sér að brjóta hundasamþykkt hvað varðar skráningar eða eru með mál í þvingunarferli hjá Heilbrigðiseftirlitinu tilkynna ógjarnan hingað slík brot eða óhöpp að missa frá sér hund“.
Um 50% týndra hunda týnast í Reykjavík
Við uppfærslu á auglýsingum á þessu tímabili fundust tíu auglýsingar sem gerir heildarfjöldan 205 auglýsingar á þessu tímabili. Af þessum 205 var engin á Vestfjörðum, 7 í Mosfellsbæ, 35 í Hafnarfirði, 25 í Kópavogi og 5 í Garðabæ, samtals 65 frá þessum þremur sveitarfélögum og 103 frá Reykjavík. Það gerir 175 af 205 auglýsingum á tímabilinu.