Hundasamfélagið varar við svæsinni magapest sem gengur milli hunda. Einkenni byrja yfirleitt sem uppköst og svo niðurgangur eða bara sem niðurgangur. Pestin virðist ganga yfir á 2-3 dögum. Við mælum því með að hundaeigendur séu viðbúnir. Byrji hundur að sýna einkenni skal byrja að gefa sjúkramat og ProKolin.

Meiri upplýsingar má sjá hér um sjúkrafæði
Ef hundurinn er orðinn veikur er mikilvægt að halda þeim inni og vera ekki í kring um aðra hunda, þrífa vel upp eftir þá og passa vatnsdrykkju sérstaklega. Ef þeir æla mikið, ekki láta þá þamba og ekki borða of stóra matarskammta.