Pörin þrjú og hundarnir Tinni, Aría og Effý munu flytja á næstu dögum úr Stakkholtinu eftir að hundahald var bannað með kosningu í gær. Hilmar og Tinna keyptu sér íbúð á jarðhæð í Stakkholti 2-4 og fengu sér hund. Hundurinn fer alltaf út og inn um svalahurðina og notar því ekki sameignina. Þrátt fyrir það neyðast þau nú til að selja íbúðina og finna nýja sem leyfir hundahald.

„Við feng­um ótal ábend­ing­ar um hvernig við gæt­um reynt að snúa upp á lög­in sem var frá­bært en við höf­um ákveðið að gef­ast upp og flytja. Okk­ur finnst Stakk­holtið ekki leng­ur vera heim­ilið okk­ar,“ seg­ir Hilm­ar Birg­ir Ólafs­son, eig­andi hunds­ins Tinna. –frá mbl.is 

Capture

Tveir þriðju eigenda íbúða í húsinu hefðu þurft að gefa leyfi fyrir hundahaldi. Aðeins eitt af 22 atkvæðum féll þeim í vil.

*UPPFÆRT: Samkvæmt Vísir.is fór atkvæðagreiðslan 8 já á móti 22 nei.

„Fyr­ir utan at­kvæðin sem við feng­um umboð til að nýta sjálf var einn sem kaus með hon­um í stiga­gang­in­um okk­ar í leyni­legri kosn­ingu. Hund­ur sem er svo gott sem ósýni­leg­ur fékk eitt af tutt­ugu og tveim­ur at­kvæðum.“

Rök­in fyr­ir því að hund­arn­ir fengu ekki leyfi í hús­inu voru annars vegar þau að vinir og ætt­ingjar íbúa eru með ofnæmi og hins veg­ar að húsið myndi fljótt fyll­ast af hund­um ef Tinna og hinum hund­un­um tveim­ur yrði leyft að vera í hús­inu.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.