spyta3

Lessels er sjúkraliði og vissi að hún ætti ekki að taka greinina úr. Hún brunaði með Whip-it á dýraspítalann og eftir aðeins 12 mínútur var hafist handa við erfiða aðgerð. Spýtan var föst í brjóstkassa Whip-it svo það var mikil hætta á blæðingum. Dýralæknarnir náðu þó að losa spýtuna og loka sárinu.

spyta4

Nú tekur við erfiður tími með endurhæfingu og miklu knúsi. Lessels vill vara alla hundaeigendur við því að leika við hundana sína með spýtum. Betra er að nota kaðla eða önnur mjúk leikföng.

spyta5

Myndirnar eru teknar af Helena Lessels.


administrator

Berglind á íslenska fjárhundinn Hektor og whippetana Blossa og Takt. Hún hefur mikla reynslu af hundum og er lærður hundaþjálfari og -atferlisfræðingur. Hún lærði í bandaríska skólanum The Academy for Dog Trainers. Berglind er að læra dýrahjúkrunarfræði og vinnur hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, ásamt því að reka hundaskólann Hundasetrið. Berglind lærði hundanudd í Chicago School of Canine Massage. Hún er með BSc í sálfræði og hefur unnið með Dýrahjálp Íslands.