Monsa er 5 ára Toy Poodle og hefur í rúmt ár mætt í vinnuna með eiganda sínum á hjúkrunarheimilinu Sóltúni og fékk í dag starfsmannakort frá vinnunni. Hún byrjar daginn í aðhlynningu með Stefaníu eiganda sínum. Monsa velur sér yfirleitt þægilegt sæti í hverju herbergi og bíður eftir að hver heimilismaður hefur fengið sína aðhlynningu.
Stundum þegar það er leikfimi eða söngur og allir eru saman i stofunni læt eg hana sýna listir Haha, það vekur brjálæðislega mikla gleði og aðdáun.

Fólkinu finnst ótrúlega gaman að sjá hana og spyrja út í hana. Þegar allir eru komnir fram heilsar hún upp á fólkið og kemur sér í fanginu á heimilisfólkinu og kúrir. Stundum þegar það er leikfimi eða söngur og allir eru saman í stofunni fær Monsa að sýna listir sínar sem vekur mikla gleði og aðdáun. Henni er tekið vel af öllum á staðnum, starfsmönnum, íbúum og aðstandendum. Það eru tveir aðrir hundar sem hafa hlotið sama heiður. Það eru Chihuahua tíkurnar Móna Lísa og Sunna Sól. Þær mæta báðar í vinnuna með eiganda sínum Jóhönnu Bjarndísi Arapinowicz. Móna Lísa byrjaði að koma með Jóhönnu í vinnuna í fyrra eftir að Jóhanna fékk hana úr slæmum aðstæðum og átti hún erfitt með að treysta öðrum. Upprunalega var þetta hugsað sem umhverfisþjálfun fyrir Mónu Lísu, en eftir að hún fór að treysta heimilisfólkinu gaf hún þeim svo mikið að ákveðið var í júní í fyrra að hún fengi fullt starf á deildinni.


Nokkrum mánuðum seinna kom Sunna Sól úr svipuðum aðstæðum og Móna Lísa, þá fékk Sunna Sól leyfi til að koma líka í Sóltún í umhverfisþjálfun. Hún stóð sig svo vel með heimilisfólkinu að hún fékk einnig starfsmannakort stuttu seinna.