
jaundice, sem veldur litabreytingu húðar. Einnig hefur mælst Hexaklóbensen í andrúmsloftinu um áramót í margfalt hærri styrk en eðlilegt þykir og eins og segir í grein frá nátturan.is frá áramótum 2014:
„Hexaklórbensen er þrávirkt efni sem safnast upp í umhverfinu og í lífverum. Það brotnar niður á afar löngum tíma og getur í millitíðinni borist langar leiðir í lofti, vötnum eða sjó og hefur efnið mælst í umhverfinu fjarri mögulegum uppsprettum. Hexaklórbensen er talið geta valdið alvarlegum heilsuskaða eins og krabbameini og skaðað starfsemi lifrar og nýrna svo eitthvað sé nefnt. Hexaklórbensen var áður fyrr notað sem skordýraeitur og í ýmis konar iðnaði en öll notkun þess hefur nú verið bönnuð með alþjóðlegum aðgerðum á borð Stokkhólmssamningi um bann við framleiðslu, notkun og losun þrávirkra lífrænna efna“.

Þessi efni eyðast illa eða ekki upp í umhverfinu. Það er því mikið ábyrgðarleysi að skjóta upp á leikvöllum, alveg eins og að leyfa hundi að kúka þar og taka ekki upp eftir hundinn.
Við viljum því mæla með því að fara varlega og passa að gæludýrin komist ekki í leifarnar og að hjálpast að við að taka þetta saman, sérstaklega í íbúðargötum þar sem Reykjavíkurborg mun ekki fjarlægja rusl nema á opinberum svæðum samkvæmt upplýsingasíðunni þeirra. Rusl eftir flugelda er algengt vandamál langt fram yfir hátíðarnar, eins og Bjarni Karlsson, garðyrkjustjóri sem fer með yfirumsjón í þjónustumiðstöð Reykjanesbæjar, segir í samtali við Víkurfréttir:
,,Þetta er úti um allt, sérstaklega á opnum svæðum. Við tökum flest allt þegar við sjáum það, en þegar þetta liggur upp við girðingar hjá fólki þá ætlumst við nú til þess að fólk hirði þetta sjálft. Við erum að hirða þetta upp langt fram eftir vori“.
Hundaeigendur sjá ruslið út um allt alveg eins og aðrir, sem og kúkinn. Hundaeigendur eru almennt engir sóðar og hundaeigendur hafa fundið skemmtilegar lausnir á þessum vandamálum. Hundurinn Atlas og eigandi hans stendur fyrir síðunni Rusl í Reykjavík. Þar sannast það heldur betur að hundakúkur er vissulega ekki það eina sem er að finna á götum borgarinnar. Atlas og eigandinn safna miklu magni af plasti, matarafgöngum og fleira rusli, sem þeir birta svo á Facebook síðunni sinni til að vekja athygli á magninu sem safnast saman.
Einnig hafa Tanja og eigandi hennar, Harpa Stefánsdóttir, gert úr þessu einskonar leik.

,,Hún Tanja er alveg einstök þegar kemur að rusli á víðavangi. Hún þolir ekki svona sóðaskap. Burðast heim með flöskur, dósir, fernur og jafnvel pizzukassa sem verða á vegi okkar í gönguferðum.. er þó mest í uppáhaldi að finna bolta á víðavangi, ísbox og eitthvað matartengt. Hún strunsar svo stolt heim með fenginn og lætur niður við ruslatunnuna og fær verðlaun fyrir“. –Harpa Stefánsdóttir
Verum góð fyrirmynd. Hundaeigendur eru ekki sóðar upp til hópa. Fólk sem sprengir flugelda er ekki heldur almennt sóðar en margt smátt gerir eitt stórt og það sannast í bæði hundaskít og flugeldaleifum.]]>