Foie gras er gæsa- eða andalifur sem margir telja vera mikið lostæti. Margir vita því miður ekki þá sorglegu staðreynd að til að búa til foie gras þarf að pynta og offóðra fuglana, þar sem lifrin þarf að vera mjög feit. Fuglarnir eru neyddir til að borða mikið magn af mat á stuttum tíma. Allt að tveimur kílóum af korni og fitu er troðið niður háls fuglanna frá átta vikna aldri. Með þessum hætti getur lifrin orðið allt að tífalt stærri en eðlilegt er. Þetta leiðir að sjálfsögðu til þess að margir fuglar deyja áður en þeir komast svo langt að vera slátrað. Fuglarnir eru veikir og oft slasaðir og með brotinn háls. Hálsinn á það til að brotna þegar það kemst ekki meira fyrir í maga fuglanna en þá er restinni troðið niður með spýtu.

Sala foie gras er bönnuð í mörgum löndum, t.d. Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Þýskalandi, Indlandi, Sviss og Bretlandi. Sala foie gras er einnig bönnuð í Kaiforníu.

Foie gras fæst á eftirfarandi veitingastöðum á Íslandi:

Sushi Samba
A la carte – Veitingastaðurinn í Perlunni
SNAPS
Fiskfélagið
Sæta svínið
Apótekið
Slippbarinn
Hótel Holt
Tapasbarinn
Hereford steikhús
Kol

Hundasamfélagið hvetur ofangreinda veitingastaði til að taka foie gras af matseðli sínum. Sömuleiðis eru allir dýravinir hvattir til að beina viðskiptum sínum annað.

Foie gras er einnig selt í Fjarðarkaupum, Nóatúnsbúðunum og Melabúðinni.

Ef þú veist af fleiri veitingastöðum sem selja foie gras væri vel þegið að vita af þeim hér undir fréttinni eða gegnum hundasamfelagid@hundasamfelagid.is