Alexander Már Steinarsson varar hundaeigendur við brekkunni niður að hundasvæðinu í Mosfellsbæ í þræði á Facebook síðu fyrir hundaeigendur í Mosfellsbæ. Hann, kærasta hans og hundarnir enduðu utan vegar og inni í skóginum í þriðjudagskvöldið 12. desember þegar þau ætluðu að fara heim af svæðinu. Til að komast að og frá hundasvæðinu þarf að keyra bratta brekku sem er á góðum degi krefjandi keyrsla fyrir smábíla. Bíllinn þeirra rann á svellinu sem myndaðist í brekkunni og þrátt fyrir að vera á nagladekkjum og grófa möl í brekkunni enduðu þau utan vegar og stoppuðu á trjám neðst í brekkunni, þykir mildi að ekki fór verr og enginn slasaðist.

Þræðinum var fljótlega deilt inn á Hundasamfélagið þar sem þrír aðilar segjast einnig hafa lent í vandræðum með að komast upp brekkuna, þó enginn farið út af eins og gerðist á þriðjudaginn. Unnur Ösp greinir frá því að hún hafi þurft að hringja eftir aðstoð og láta draga bílinn upp. Anna Dís var hafði fyrr um daginn komist upp brekkuna í þriðju tilraun. Hundasamfélagið bendir á þá slysahættu að vegurinn að hundasvæðinu er einbreiður. Ef bílar mætast í brekkunni, sérstaklega að kvöldi til undir svipuðum aðstæðum og í gær myndast mikil hætta. Svæðið er ekkert upplýst og því erfitt fyrir bíla að bakka upp eða niður brekkuna. Við hvetjum hundaeigendur til að leggja frekar við Varmárskóla eða annarsstaðar nálægt svæðinu og ganga með hundinn í svona veðurskilyrðum.

Alexander vinnur í Vöku og gat því lagað bílinn sjálfur en veltir því fyrir sér hvar hann stæði ef hann þyrfti að leita til tryggingarfélagsins. “Ég náði að laga bilinn bara sjálfur i gærkvöldi þannig það væri hægt að nota hann vinn i vöku og eigum til varahluti i svona bila þannig eg hef ekkert haft samband við tryggingarnar, þær gera pottþett ekkert fyrir mann i svona.”
Við viljum því hvetja Mosfellsbæ til þess að gera úrbætur á veginum og lýsingu á svæðinu sem allra fyrst áður en einhver slasast.