Á Íslandi eru langflestir hundar örmerktir, enda er það skilyrði samkvæmt reglugerð um velferð gæludýra. Örmerki er lítil flaga sem er sett undir húð á hálsi eða á milli herðablaða hundsins. Flestir hundar eru örmerktir sem ungir hvolpar en það er aldrei of seint að örmerkja.
Örmerkið fylgir hundinum alla ævi en 15 stafa númer er skráð í sameiginlegan gagnagrunn hjá Dýraauðkenni, þar sem hægt er að fletta upp öllum númerum. Örmerki er einungis hægt að lesa með örmerkjaskanna og því er gott að skrá númerið í heilsufarsbók hundsins.
#1: Ef hundurinn týnist
Ef hundurinn týnist getur sá sem finnur hann, farið með hann á næsta dýraspítala til að lesa örmerkið og útfrá því er hægt að fletta upp eigandanum og koma hundinum heim.
#2: Hundur fær nýjan eiganda
Ef hundur fær nýtt heimili þarf fyrri eigandi hundsins að breyta skráningunni hjá Dýraauðkenni. Þetta er mikilvægt að gera svo upplýsingar séu réttar.
#3: Er örmerkið rétt skráð?
Því miður hefur það ansi oft komið upp að örmerki sé annað hvort ekki skráð í gagnagrunn Dýraauðkennis, eða að tölurnar eru ekki rétt settar inn. Við mælum því eindregið með því að allir kíki inn á www.dyraaudkenni.is og fari yfir upplýsingar dýranna sinna. Þá er líka hægt að setja inn mynd af dýrinu og breyta upplýsingum ef þess þarf. Ef örmerkið sjálft er rangt þarf að senda töluvpóst á dyraaudkenni@dyr.is Svona athuga þú hvort örmerki hundsins þíns (eða annarra dýra sem þú átt) sé rétt
- Farðu inn á www.dyraaudkenni.is
- Neðarlega á forsíðunni finnur þú link til að skrá þig inn. Þegar þú opnar þennan link færðu val um innskráningu með Íslykli eða með rafrænum skilríkjum.
- Nú sérðu lista yfir þau gæludýr sem skráð eru á þitt nafn. Ef dýrið þitt kemur ekki upp skaltu byrja á að finna örmerki dýrsins og fletta því upp. Ef rangur eigandi er skráður fyrir dýrinu þarftu að hafa samband við þá manneskju og láta hana breyta örmerkinu yfir á þitt nafn. 4. Ef dýrið þitt er ekki skráð hjá Dýraauðkenni og þú veist ekki örmerkið, þá geturðu farið á næsta dýraspítala og látið lesa örmerkið, þér að kostnaðarlausu.