Guðmundur Árnason er áhugaljósmyndari “og rúmlega það” að eigin sögn. Hann tekur landlagsmyndir víðsvegar um landið og ferðast alltaf með hundinn sinn Geysla með sér. Geysli er 2ja ára púðla sem Guðmundur hefur alið upp frá fyrsta degi. Hann segist strax hafa byrjað að taka myndir af honum og er Geysli því vægast sagt vanur.

Geysli er mjög gott og samvinnuþýtt módel. Um daginn var ég að taka myndir af öðrum hundi, var Geysli ekki ánægður með það og stillti sér upp fyrir framan hinn hundinn því hann er súpermódelið.

Í fyrra fékk Guðmundur þá hugmynd að taka myndir af Geysla á þeim stöðum sem hann var að mynda. Í framhaldi stofnuðu þeir síðuna Geysli around Iceland þar sem Geysli sýnir sínar bestu hliðar í yndislegri Íslenskri náttúru.
Þó að Geysli sé stundum hræddur sérstaklega við kraftmikla fossa, þá stillir hann sér samt upp, og pósar eins og sannur atvinnuhundur.
Geysli nýtur þess að vera miðpunktur myndana, en Guðmundur segir þó að hann verði stundum hræddur, sérstaklega við kraftmikla fossa, en hann tæklar þetta af fagmennsku og stillir sér upp eins og honum einum er lagið. Guðmundur á von á því að þeir Geysli munu halda áfram að taka myndir og pósta á síðuna hans Geysla um ókomna tíð.
Hér koma nokkrar úr af mörgum frábærum myndum sem Guðmundur hefur tekið af Geysla á aðeins ári: