Lexi var 2ja og hálfs árs Boxer tík sem átti yndislega fjölskyldu í Bandaríkjunum, Hope og Larry áttu Lexi og ákváðu að búa til vinsælt jólaskraut úr salti, deigi og vatni. Þetta er einstakslega einfalt, og hefur því slegið í gegn upp á síðkastið, innihaldsefnið er aðeins 1 bolli af salti, á móti 1 bolla af hveiti, og hálfur bolli af vatni.

Hér sést skrautið sem varð Lexi að bana. Hér sést skrautið sem varð Lexi að bana.


Lexi stalst niður milli 7-8 um morgunin þann 15.desember og át þá skreytinguna, hún virtist þó ekki verða slöpp af þessu prakkarastriki og var því skilin eftir ein heima frá kl 13 – 17. Þegar fjölskyldan kom heim hafði Lexi misst þvag út um alla íbúð og titraði óstjórnlega. Hún var drifin á spítala þar sem í ljós kom að hún hafði núþegar orðið fyrir heilaskaða sökum eituráhrifanna, því var aðeins í boði að senda hana á aðra dýralæknastofu, ef hún lifði af ferðina og yrði aldrei sami hundur, eða þá að svæfa hana. Ákveðið var með trega að valda Lexi ekki meiri kvölum og var hún svæfð.
Magnið af salti í skrautinu veldur eituráhrifunum, sem olli því að lifrin hjá Lexi brugðust. Salt eitrun lýsir sér eins í hundum og köttum og má þar nefna:

  • Uppköstum
  • Ofþorsta eða miklum þvaglátum
  • Niðurgangi
  • Slappleiki
  • Sjóveiki(erfitt fyrir hundinn að halda jafnvægi)
  • Óeðlileg vökvamyndun á líkamanum
  • Titringur
  • Flog
  • Dá/yfirlið
  • Dauði

Við vörum því við þessu skrauti, alls ekki hafa skrautið þar sem hundurinn nær til.
Við sendum eigendum Lexi samúðarkveðjur og vonum að dauði Lexi verði öðrum víti til varnar.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.