Rósa er ung Shar pei tík sem slapp úr bíl við Litlu Kaffistofuna á Hellisheiði 25. maí síðastliðinn. Rósa hljóp ítrekað yfir þjóðveg 1 og varð næstum fyrir bílum, við þetta fældist hún meira og stakk af í átt að Bláfjöllum. Shar pei eru almennt mjög sérstakir karakterar, þeim er oft líkt við ketti í hegðun því þeir velja sér almennt einn til tvo einstaklinga sem hluta af fjölskyldunni og eru oft erfiðir í innkalli, sem Rósa hefur alltaf verið.

 

Tegundin er almennt ekki að fara að koma til ókunnugra, hvað þá hræddur týndur hundur.

 

Rósa var í pössun hjá vinafólki á meðan eigendurnir, Guðlaug og Sigurjón, voru erlendis sem gerði leitina af Rósu enn erfiðari. Hún forðaðist allt fólk og hunda eins og heitan eldinn en sjást ýtrekað í hrauninu undir Bláfjöllum frá vitanum nálægt flugvellinum að skíðaskála við skíðasvæðið og hjólaleið sem kölluð er Jaðarinn. Það sást til hennar snemma í morgun við Lynghólaveg norðan megin við þjóðveginn en náðist svo undir Bláfjöllum um kl. 16:00 í dag. Það er því vitað að það var mikil ferð á henni á þessum 19 dögum sem hún var týnd og þess vegna hefur hún líklega ekki farið í matarstöðvarnar sem settar voru upp fyrir hana á þeim svæðum sem hún sást.

 

Mikil umferð var um Bláfjallasvæðið seinustu daga og allt frá fólk á krossurum yfir í leiðsögumenn frá ferðamannafyrirtækjum sem svipuðust um eftir henni

Starfsmaður Safari Quads, Kristján Gauti Emilsson, sá Rósu fyrr í dag og gerði hlé á túrnum og reyndi að ná Rósu, þegar það gekk ekki kom hann myndbandi af henni áleiðis til eiganda og leitarfólks sem varð svo til þess að Rósa náðist seinna í dag. Út frá þessari vísbendingu fóru nokkrar konur og fylgdust með Rósu úr fjarska og pössuðu að hún myndi ekki hverfa á meðan eigendur voru á leiðinni frá Hveragerði.

 

Vilborg Jónsdóttir, Kolbrún Edda Aradóttir, Heidi Line Olsen og Anika Lind Halldórsdóttir komu sér fyrir undir Bláfjöllum í augnsýn við Rósu og biðu eftir Guðlaugu og Sigurjóni, eigendum Rósu. Þar sem ekkert gekk að lokka hana til sín seinustu daga var ákveðið að halda sig í hæfilegri fjarlægð. Þegar eigendurnir komu hlýddi Rósa heldur ekki innkalli og virtist ekki þora að nálgast eigendur sína, þau keyrðu þá nær henni á bílnum þeirra og þá nálgaðist hún bílinn og vildi stökkva strax inn í bíl. Rósa náðist því á endanum eftir 19 daga útiveru. Eigendur Rósu komu til landsins seinasta mánudag og þakka innilega öllum sem komu að leitinni og hjálpuðu til við að koma henni heim. Rósa er grönn og þreytt og virðist heilbrigð og hress fyrir utan mjög sára þófa. Hún var fegin að fá mat þegar heim var komið og nýtur þess nú að sofa inni í hlýunni

Rósa komin í öruggar hendur eftir 19 daga

Guðlaugu langar að koma innilegum kveðjum á alla þá sem hjálpuðu til og leituðu af Rósu, löbbuðu, keyrðu eða flugu drónum marga kílómetra í leit af henni.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.