Ronja er týnd (FUNDIN!)

UPDATE: Ronja fannst í morgun í sprungu rétt hjá svæðinu sem hún týndist frá. Vinur eigandann fann hana og hún er þyrst og svöng en að öðru leyti virðist hún hress. Við þökkum öllum innilega sem dreifðu myndum af henni og hjálpuðu við leitina.

Ronja er rökuð Miniature Schnauzer tík. Hún týndist milli Þingvallavatns og Mjóahraunsvatns, milli arnarfells og mjóanes, sunnudaginn 9. júlí í göngutúr. Hún var með rauða ól á sér þegar hún týndist. Ronju er sárt saknað og ef einhver sér hana eða hefur einhverjar vísbendingar hringið í síma 6977732 eða 8687405. Ef þið hafið verið að leita að henni endilega látið vita í hópnum Hundasveitin, þar sem verið er að reyna halda saman upplýsingum um leitina. Minnum á að taka með vasaljós og lýsa ofn í sprungur ef farið er að leita, verið með hundana í bandi ef þeir koma með og farið varlega, það er mikið um sprungur á þessu svæði.

Hér er kort af staðsetningunni sem hún týndist á (minni hringur) og líklegi leitarradíusinn (stærri hringurinn).

Við höfum gert auglýsingu sem hægt er að prenta út og dreifa:

Athugasemdir

athugasemdir