Riley er 5 ára Golden Retriever og gefur dagpössuninni Happy Dog hæstu einkunn. Riley hefur farið í dagpössunina af og til síðan hann var hvolpur og elskar greinilega að fara í pössun. Á miðvikudaginn stakk Riley af úr bakgarðinum sínum og labbaði 1,5 km og settist prúður fyrir utan pössunina og beið þess að sér yrði hleypt inn.
Riley vildi fara í pössun
