Riley er 5 ára Golden Retriever og gefur dagpössuninni Happy Dog hæstu einkunn. Riley hefur farið í dagpössunina af og til síðan hann var hvolpur og elskar greinilega að fara í pössun. Á miðvikudaginn stakk Riley af úr bakgarðinum sínum og labbaði 1,5 km og settist prúður fyrir utan pössunina og beið þess að sér yrði hleypt inn.

| WBTV Charlotte


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.