Parið Paul og Pamela Mott misstu nýlega einn hundinn sinn eftir árás frá sléttuúlf (Coyote). Paul og Pamela ákváðu að hanna vesti fyrir hina hundana sína sem gæfi þeim meiri tíma til að bregðast við árás. Vestin eru ekki hönnuð til að slasa dýrið sem ræðst á hundinn. Gaddarnir á vestinu eru gerðir úr plasti og skaða því ekki alvarlega, heldur gerir sléttuúlfinum erfiðara fyrir að ná taki á hundinum og hlaupa í burtu.

“I just know that that coyote is not going to be able to kill my dog instantly. I’ll have a chance to go intervene,”

Vestið er því hugsað sem forvörn þegar farið er með hundana út í náttúruna í Kaliforníu þar sem árás sléttuúlfa er nokkuð algeng. Skæru litirnir eru truflandi fyrir sléttuúlfinn og lengdin á pinnunum er hugsuð til að stinga sléttuúlfinn í góminn ætli hann að ráðast á hundinn. Vestin eru gerð úr efni sem nefnist Kevlar og er einstaklega sterkt og létt, það ver því hundinn gegn beittum tönnum sem og bætir ekki óþarfa þyngd á hann.

Fréttin er þýdd frá kutv.com þar sem hægt er að skoða fleiri myndir.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.