Athvarfið Urgent Dogs of Miami fær fjöldan allan af hundum daglega og því þarf reglulega að svæfa annars heilbrigða hunda, athvarfið heldur uppi facebook síðu til að reyna að bjarga sem flestum. Seinasta miðvikudag birti athvarfið mynd af Bully blöndunum Kimmy og Brian sem urðu óvænt mjög háð hvort öðru. Þegar þau komu sitt í hvoru lagi frá sitthvorum fjölskyldum þá voru þau sett saman sökum lítils pláss og þau urðu óaðskiljanleg. Þar með ákvað athvarfið að auglýsa þau saman, í von um að þau fengju að fara saman á nýtt heimili. Auglýsingunni var deilt 4.183 sinnum þegar þessi frétt var skrifuð og í gær, 9.feb, var þeim bjargað saman.
16683899_1277169102346881_3119811348023941677_n 


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.