Gæti hundurinn minn ofkælst?

37,5 – 38,7 ° C. Sé líkamshiti hunds 35.5 °C eða minna, getur verið að hundurinn hafi ofkælst. Sem betur fer eru flestir hundar á Íslandi með þykkan feld og veturnir mildir. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur af ofkælingu hunda nema þeir séu í áhættuhópi, séu lengi úti í kulda (t.d. týndir) eða falli t.d. ofan í kalt vatn. Litlir, snögghærðir eða hárlausir og grannir hundar eru í meiri áhættu til að ofkælast en þeir sem hafa mikinn feld, eru stórir og með ágætis fitulag. Mestu máli skiptir að fylgjast vel með hundinum úti og taka hann inn í hlýju strax ef hann byrjar að skjálfa, hættir að leika sér eða hegðun hans breytist á annan hátt. Í ofkælingarástandi getur líkami hundsins ekki haldið eðlilegum líkamshita, sem hefur áhrif á alla starfsemi líkamans. Blóðflæði, öndun, ónæmiskerfið og meðvitund getur raskast og þarf því að grípa strax inn í. Líkamleg einkenni byrjunarstigs ofkælds hunds eru m.a.:

  • Skjálfti
  • Hröð öndun
  • Köld eyru og loppur
  • Feldurinn stendur upp (eins og hann sé með gæsahúð)

Á þessu stigi er mikilvægt að taka hundinn strax inn úr kuldanum og hita líkama þeirra upp. Ef hundurinn er blautur skal þurrka hann strax, en fyrst er sniðugt að skella honum í stutta, volga sturtu. Fylgist vel með hvort skjálftinn hætti ekki og öndunin verði eðlileg, ef ekki hringið strax í dýralækni. Ef skjálfinn hættir og önduninn verður djúp, er samt nauðsynlegt að fylgjast með hvort hundurinn sé ringlaður og ólíkur sjálfum sér. Ef svo er, getur verið að ofkæling hafi farið á næsta stig og þarf því að grípa strax inní og fara með hann til dýralæknis. Sé grunur um ofkælingu hjá hundinum þínum er best að taka hann strax í hlýju og hita hann upp með teppi og nuddi, á meðan hringt er í dýralækni. Neyðarsími dýralækna er 860-2211 og 553-7107.

Hér fyrir neðan má sjá Tyrael, sem unir sér best í snjó og kulda.

Tyrael fær að hlaupa aðeins í göngutúrnum 󾆷󾆷

Posted by Guðfinna Kona Kristinsdóttir on Þriðjudagur, 1. desember 2015

 


Þú gætir einnig haft áhuga á