orgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tilkynnti á Facebook í dag að Dr.  Preben Willeberg hefði samþykkt að framkvæma nýtt áhættumat fyrir innflutning hunda og katta til Íslands. Dr. Preben Willeberg er fyrrverandi yfirdýralæknir í Danmörku og hefur nú þegar annast svipað áhættumat er varðar lifandi búfénað árið 2013

Þorgerður segir að sérstaklega verði skoðaðar breytingar vegna leiðsöguhunda. Í núverandi lagaumhverfi getur blindur einstaklingur ekki ferðast erlendis með hundinn sinn í frí þar sem leiðsöguhundar þola almennt ekki einangrun sökum þjálfunar sinnar. Verði þessi breyting að veruleika mun það þýða aukin lífsgæði fyrir blinda einstaklinga sem nú þegar nýta sér blindrahunda og auka möguleikann á innflutning til muna þar sem það er oft kostnaðarsamt og áhættusamt að flytja inn hunda sem ætlaðir eru í þessa vinnu. Aðeins eru 5 starfandi leiðsöguhundar samkvæmt síðu blindrafélagsins. Einnig vonar Hundasamfélagið að skoðaðar verið margar mismunandi leiðir til að tryggja öryggi Íslands varðandi dýrasjúkdóma. Félag ábyrgra hundaeigenda birtu ýtarlega skýrslu í enda septembers ef fólk hefur áhuga á að kynna sér málið betur.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.