Grallararnir Nic og Pancho hafa unnið hug og hjörtu margra hundaeiganda með skemmtilegum myndböndum og innilegri vináttu þeirra félaga.

Nic er ítalskur listamaður, leikstjóri og framleiðandi búsettur í Los Angeles. Þegar hann flutti frá Ítalíu fyrir nokkrum árum tók hann auðvitað besta vin sinn með, Chihuahua-hundinn Pancho.Myndband af þeim félögum æfa jóga saman fór eins og eldur um sinu um internetið og hefur það nú verið spilað rúmlega 5 milljón sinnum.

Fyrsta stuttmynd Nic hlaut verðlaun á dögunum á Florida Film Festival en þar er Pancho aðalleikarinn.