
Ástin á mat Langflestir hundar elska nammi og allir hundar þurfa mat til að lifa af.
Ástæða 2: Þægindin
Það er auðvelt að stinga nammi í vasann, það geymist vel og það er auðvelt að bera það á milli staða. Hundanammi er einnig mjög aðgengilegt.
Ástæða 3: Fjölbreytileikinn
Það er til mikið og fjölbreytt úrval af nammi. Það gerir það að verkum að auðvelt er að skipta nammi niður eftir vinsældum hjá hverjum hundi fyrir sig og nota þannig eftirsóknarverðara nammi eftir því sem æfingar verða erfiðari. Innkall í burtu frá ketti krefst merkilegra nammi (kjúklingur, lifur, sardínur) en að biðja hund um að setjast inni í stofu (þá sætta flestir hundar sig við bita af þurrmat).
Ástæða 4: Eftirvæntingin
Matur gerir hunda glaða og hamingjusama. Þegar nammi er notað í þjálfun verða hundar spenntir fyrir næstu æfingu því þeir njóta þess að fá verðlaunin.
Ástæða 5: Bónusinn
Það er hægt að nota mat til að breyta tilfinningalegu ástandi hunda. Þannig getum við hjálpað hræddum hundi að verða slakur og yfirvegaður, með aðferð sem kallast gagnskilyrðing.