Ástin á mat Langflestir hundar elska nammi og allir hundar þurfa mat til að lifa af.

Ástæða 2: Þægindin

Það er auðvelt að stinga nammi í vasann, það geymist vel og það er auðvelt að bera það á milli staða. Hundanammi er einnig mjög aðgengilegt.

Ástæða 3: Fjölbreytileikinn

Það er til mikið og fjölbreytt úrval af nammi. Það gerir það að verkum að auðvelt er að skipta nammi niður eftir vinsældum hjá hverjum hundi fyrir sig og nota þannig eftirsóknarverðara nammi eftir því sem æfingar verða erfiðari. Innkall í burtu frá ketti krefst merkilegra nammi (kjúklingur, lifur, sardínur) en að biðja hund um að setjast inni í stofu (þá sætta flestir hundar sig við bita af þurrmat).

Ástæða 4: Eftirvæntingin

Matur gerir hunda glaða og hamingjusama. Þegar nammi er notað í þjálfun verða hundar spenntir fyrir næstu æfingu því þeir njóta þess að fá verðlaunin.

Ástæða 5: Bónusinn

Það er hægt að nota mat til að breyta tilfinningalegu ástandi hunda. Þannig getum við hjálpað hræddum hundi að verða slakur og yfirvegaður, með aðferð sem kallast gagnskilyrðing.


administrator

Berglind á íslenska fjárhundinn Hektor og whippetana Blossa og Takt. Hún hefur mikla reynslu af hundum og er lærður hundaþjálfari og -atferlisfræðingur. Hún lærði í bandaríska skólanum The Academy for Dog Trainers. Berglind er að læra dýrahjúkrunarfræði og vinnur hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, ásamt því að reka hundaskólann Hundasetrið. Berglind lærði hundanudd í Chicago School of Canine Massage. Hún er með BSc í sálfræði og hefur unnið með Dýrahjálp Íslands.