Kolur með svipað bein um jólin[/caption]

Kolur hefur oft fengið þessi bein áður án nokkurra vandamála. Það er mikilvægt að fara beint til dýralæknis ef hundar sýna eftirfarandi einkenni eftir að hafa fengið nagbein:

  • Kúgast
  • Uppköst
  • Kyngir oft
  • Niðurgangur
  • Hiti
  • Orkuleysi
  • Merki um sársauka
  • Neitar að borða

Búið er að hafa samband við Kost og þeir ætla að skoða þetta mál.

Mynd fengin frá Planet Paws
Mynd fengin frá Planet Paws

Efni eins og arsenik og formaldehýð hafa fundist í húðbeinum frá Kína. Sum eru þvegin upp úr klór og lím hefur fundist á milli laga í beinum sem koma þaðan. Samkvæmt Humane Society International hafa bein frá Tælandi innihaldið hundahúð. Ekki er þó vitað hvort umrædd bein séu seld á Íslandi.

“In a particularly grisly twist, the skins of brutally slaughtered dogs in Thailand are mixed with other bits of skin to produce rawhide chew toys for pet dogs. Manufacturers told investigators that these chew toys are regularly exported to and sold in U.S. stores.” – bls. 11 Furbooklet

Við viljum því minna hundaeigendur á að passa upp á upprunaland beina sem keypt eru fyrir hundinn. Mælt er með því að halda sig frá beinum frá Tælandi og Kína. Það að bein séu mjög hvít á litinn getur mögulega verið áhyggjuefni. Spyrji starfsmann eða reynið að sjá hvort hnútarnir á beininu séu handhnýttir. Það eru meiri líkur á bakteríusýkingu í þeim beinum sem framleidd eru við lægri hreinlætiskröfur en þekkjast hérlendis.
Hvernig er best að velja bein?
Til að vera viss um að um gæðabein sé að ræða mælum við með því að spyrja starfsmenn búðarinnar hvaða beinin koma og skoðið innihaldslýsingu vel. Það er hægt að fá pressuð bein sem innihalda einungis nautahúð og ekkert annað. Þau bein eru í fínu lagi. Eins og svo oft áður fara verð og gæði yfirleitt saman.

Beinið umrædda sem olli magakveisunni hjá Kol
Beinið umrædda sem olli magakveisunni hjá Kol

Við minnum á að nagbein eru holl og góð fyrir hundana okkar og tennurnar þeirra Það þarf að skoða hvað hentar hverjum og einum best. Sumir hundar borða beinin mjög hratt og þá eru hnútar ekki skynsamlegir á beinunum þar sem þeir geta staðið í hundum. Aðrir sjúga beinin og geta endað með að lengja skinnið talsvert. Þekkt er að hundaeigendur hafi dregið bein neðan úr maga á hundinum sínum. Í þeim tilfellum er frekar mælt með hrábeinum eða hörðum beinum. Gætið þess einnig að stærð beinanna séu góð. Stórir hundar ættu ekki að fá of lítil bein þar sem þau geta staðið í þeim.
Það er aldrei mælt með að skilja hunda eftir eftirlitslausa með bein, sama hvaða tegund beinið er.]]>


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.