Maðurinn, sem heitir Patrick, er hermaður sem fékk nokkur höfuðhögg í stríðinu. Höfuðhöggin valda því að hann fellur í yfirlið og heldur að hann sé kominn í stríðið aftur. Það má ekkert hreyfa við honum í þessu ástandi þar sem hann telur sig vera í bráðri lífshættu. Patrick kom í heimsókn til landsins í tvær vikur en vegna reglna um einangrun hunda gat hjálparhundur hans ekki að komið með og verið honum til halds og trausts.

Morris er vanur að vera til halds og trausts.


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.