Síðustu ár hefur verið nokkur misskilningur hjá gæludýraeigendum hvað varðar neyðarvakt dýralækna. Fyrir nokkrum árum var fyrirkomulaginu breytt en þá hætti hver dýralæknastofa fyrir sig að hafa bakvakt fyrir sína sjúklinga. Svona virkar kerfið í dag:
- Einn dýralæknir sér um bakvakt fyrir allt Höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Dýralæknar úti á landi eru sömuleiðis með mjög stór svæði sem þeir sjá um.
- Dýralæknar á bakvakt eru ekki á vakt á dýraspítala, enda dýraspítalar lokaðir. Þeir eru heima hjá sér og fara aðeins út ef um útkall er að ræða. Flestir dýralæknar mæta til vinnu strax morguninn eftir bakvakt.
- Einungis á að hringja í dýralækni á bakvakt ef um alvarleg neyðartilfelli er að ræða. Þetta á við um bráð veikindi eða slösuð dýr. Það á ekki að hringja í dýralækna með almennar spurningar eða með aðrar fyrirspurnir sem geta beðið fram að næstu opnun.
- Það er dýrt að kalla út dýralækni. Eitt fast gjald er greitt fyrir að kalla út dýralækni og við það gjald bætist öll meðhöndlun sem dýrið fær. Stundum þarf að kalla út annan starfsmann og þá þarf einnig að borga fyrir það útkall.
- Þar sem svo fáir dýralæknar sjá um bakvakt fyrir landið allt er mjög mikið álag á símum dýralæknanna. Því skal ítreka að hringja einungis ef um alvarleg tilfelli er að ræða.
- Gæludýr sem eru tryggð eru tryggð fyrir útkalli dýralækna. Það minnir enn og aftur á mikilvægi þess að hafa gæludýr tryggð, en það hefur oftar en ekki bjargað lífi dýra.
]]>