Erlendar fréttir Hundafréttir

Kona lést úr hundaæði í Noregi

Hundaæði hefur ekki greinst í manneskju í Noregi síðan 1815, en hundaæði er alvarlegur veirusjúkdómur sem smitast frá ýmsum dýrategundum með munnvatni, oftast í gegnum bit eða klór, auk þess sem veik dýr geta smitað fólk með því að sleikja það segir Kristine Mørch, yfirlæknir á Haukeland-háskólasjúkrahúsinu og sérfræðingur í trópískum smitsjúkdómum.