Innlendar fréttir Hundafréttir

Hanz fyrsti mygluleitarhundur Íslands

Þýski fjárhundurinn Hanz var kynntur í gær á vorfundi tæknimanna sveitarfélaga í gær, á Hótel Selfossi. Hanz hefur verið í þjálfun hérlendis í um ár, í samstarfi við Mannvit, að leita að myglu í húsum. Mygluleitarhundar þekkjast víða í Evrópu en ekki hefur verið notast við þá hérlendis hingað til. Einar Ragnarsson, sviðsstjóri hjá Mannviti segir að Hanz muni gjörbylta aðferðum við að leita af leyndri myglu í húsum.