Fjöldi hunda sem týndust á hverjum degi frá 6. nóvember.
Hér eru nokkar mismunandi merkingar:
Harpa Lilja merkti Töru með peysu, sniðugt væri að bæta númeri á peysuna til dæmis.



Það getur vissulega komið fyrir að hundur sleppi ómerktur en það er mikilvægt að finna leið til að merkja hundana okkar vel svo þeir komist heim sem fyrst.
Það kostar 27.800 kr að leysa út hund í Reykjavík frá Hundaeftirlitinu. Þetta er mikill aukakostnaður sem hægt er að komast hjá.
Það er einnig mikil slysahætta að vera laus hundur í borginni og að vera vel merktur hjálpar þeim sem finna hundana þar sem erfitt getur reynst að passa hund þar til eigandi finnst.
Ef hundurinn finnst um kvöld eða um helgar er engin samastaður fyrir hundinn nema hjá fólki sem er tilbúið að geyma hann eða mögulega hjá Lögreglunni. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með eitt búr og getur tekið við lausum hundi en hundinum verður komið til Hundaeftirlitsins strax um morguninn. Til eru tilfelli þar sem hundaeigandi missti hundinn sinn út seinni parts föstudags og gat ekki fengið staðfest hvar hundurinn væri niðurkominn fyrr en á mánudagsmorgni. Þá hafði eftirlitið tekið við ómerktum hundi rétt fyrir lokun og sent hundinn í geymslu þar til hægt væri að leita að eigandanum.
]]>