Maskína framkvæmdi könnun á tímabilinu 10 – 21 nóvember 2017 þar sem spurt var „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að gestir geti tekið hunda eða ketti með sér á veitingastað?“. Svarendur voru 827 talsins sem dregnir voru úr Þjóðskrá handahófskennt. 99,7% svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar og voru svarendur á bilinu 18 – 75 ára. Alls voru 33% hlynntir, 20% í meðallagi og 47% andvígir því að leyfa gestum að taka með sér ketti eða hunda á veitingastaði. 36,6% kvenna er hlynnt því að leyfa gæludýr á veitingastöðum á meðan aðeins 29% karla eru hlynntir, einnig er yngra fólk hlynntara leyfinu. Stuðningur eykst með lengri skólagöngu og hærra hlutfall einhleypra er hlynnt því að leyfa gæludýr á veitingastöðum en þeirra sem eru giftir/kvæntir eða í sambúð. Einnig var munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðun, 53,4% kjósenda Pírata voru með hlynntir leyfinu.

 

Hægt er að lesa niðurstöðurnar í heild sinni hér

 


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.