Maskína framkvæmdi könnun á tímabilinu 10 – 21 nóvember 2017 þar sem spurt var „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að gestir geti tekið hunda eða ketti með sér á veitingastað?“. Svarendur voru 827 talsins sem dregnir voru úr Þjóðskrá handahófskennt. 99,7% svarenda tóku afstöðu til spurningarinnar og voru svarendur á bilinu 18 – 75 ára. Alls voru 33% hlynntir, 20% í meðallagi og 47% andvígir því að leyfa gestum að taka með sér ketti eða hunda á veitingastaði. 36,6% kvenna er hlynnt því að leyfa gæludýr á veitingastöðum á meðan aðeins 29% karla eru hlynntir, einnig er yngra fólk hlynntara leyfinu. Stuðningur eykst með lengri skólagöngu og hærra hlutfall einhleypra er hlynnt því að leyfa gæludýr á veitingastöðum en þeirra sem eru giftir/kvæntir eða í sambúð. Einnig var munur á afstöðu eftir stjórnmálaskoðun, 53,4% kjósenda Pírata voru með hlynntir leyfinu.

Hægt er að lesa niðurstöðurnar í heild sinni hér