Masja er af tegundinni Russian Toy og eru aðeins örfáir hundar af þeirri tegund á Íslandi. Masja týndist frá Jakaseli í gær kl 17:00 og sást í grasinu við ÍR völlinn í gærkvöldi. Hún er aðeins 5 mánaða og er hrædd við stóra hunda, börn og bíla, því mikilvægt að það sé farið varlega að henni. Eigandi Masju býður fundarlaun til aðilans sem finnur hana.

Hægt er að fylgjast með leitinni á hópnum Leytum að Masju !!!

13076885_1029845393717909_4456372082063662340_n

Upplýsingar til þeirra sem sjá lausan hund:

  • Aldrei hlaupa á eftir hundinum.
  • Gerið ykkur lítil, setjist á jörðina og snúið ykkur til hliðar frá hundinum. Hafið nammi í hendinni og talið ljúflega til hans. Engar snöggar hreyfingar þótt hann komi til ykkar.
  • Ef þetta virkar ekki er sniðugt að hlaupa í ÖFUGA átt við hundinn. Ekki rjúka af stað samt, það gæti hrætt hann. Takið þetta eins og á sýningum, 2-3 skref, svo hlaupa. Kallið svo nafnið hans skemmtilega, hlaupið svona 10 metra og grúfið ykkur niður með bakið í hann. Hundar eru rosalega forvitnir og þeir vilja oft koma og sjá hvað maður er að skoða.
  • Hringið í síma 691-1031 og 616-3017 ef það virkar ekki og látið fólk sem þekkir hundinn ná honum.

Uppfært kl 16:21 1.maí

Maður sá líklegast til Mösju um kl 15:30 við Akurhvarf/Asparhvarf í Kópavogi.:

Ég var að keyra framhjá Akurhvarfi / Asparhvarfi í Kópavogi fyrir ca. klukkutíma og sá einn svona lítinn hund lausan að mér sýndist. Hann var að rölta í átt að Kórunum. Sá hann ekki vel en hann var sömu stærðar og þessi en mér sýndist hann vera dekkri, en það getur verið vegna þess að hann var blautur.

Uppfært kl 20:41 1.maí

Hundurinn sem sást við Akurhvarf er líklegast Miniture Pinscher sem hvarf úr Kópavogi. Leit aftur snúið að ÍR svæðinu og þar í kring.

Uppfært kl 22:01 1.maí

Masja sást við Kársnesbraut 109 í Kópavogi fyrir 50 mín.

Uppfært kl 10:30 2.maí

Ekkert hefur sést til Mösju síðan í gærkvöldi við Kársnesbraut 109.

Uppfært kl 12:44 2.maí

Uppfært kort af því hvar sást seinast til Mösju. 13072638_10153752836513860_7802526627941296407_o

Uppfært kl 15:00 2.maí

Sporhundur fór um Kársnesbrautina í dag frá staðnum sem hún sást seinast. Hundurinn fann aldrei afgerandi lykt af hundinum og því var talið að um vitlausan hund væri að ræða. Þessi grunur var svo staðfestur þegar svipaður hundur fannst á svæðinu. 13139303_10208787314978762_6251761558298669758_n Leitinni er því aftur snúið að ÍR svæðinu sem hún sást á fyrir meira en sólarhring síðan þann 30.apríl. 13112773_10153751120873860_2377385861313552157_o

Uppfært kl 19:49 2.maí

Masja sást í Skógarseli Við N1 er fyrir stuttu síðan.

Uppfært kl 14:05 3.maí

Masja fannst kl 12:30 sirka í dag við húsið á Vatnsendahæð. Villa Jóns fann hana á grúfu upp við kofa og náði að nálgast hana og ná taki á taumnum. Masja virðist vera við hestaheilsu og hleypur og leikur sér við hina hundana á heimilinu, borðar góðan mat og knúsar eigendur sína. Við viljum þakka öllum innilega sem tóku þátt í leitinni að Mösju !

Masja er fundinn það var verið að skila henni hún fannst hjá sjónvarpshúsinu uppá hæðinni milli seljahverfis og kópavogs. Takk fyrir alla hjálpina hún er kominn heim 󾌵 Posted by Kristofer John Unnsteinsson on Tuesday, 3 May 2016


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.