Dýraverndunarsamband Íslands býður alla velkomna á málþing um gæludýr á mánudaginn 30. janúar kl. 17-19. Málþingið verður haldið í húsnæði sambandsins að Grensásvegi 12A, sem er bakhús beint fyrir aftan Grensásveg 12.

Dagskráin er svo hljóðandi;

Dýraverndari ársins 2016
Félagið Dýrahjálp Íslands veitir viðtöku viðurkenningunni Dýraverndari ársins 2016, en félagið hefur unnið frábært starf í þágu dýra í mörg ár og breytt sýn almennings málefni ,,eldri” dýra. Valgerður Valgeirsdóttir talsmaður félagsins kemur og segir okkur frá því Einnig veitir DÍS tveim félögum fjárstyrk í þágu dýravelferðar, en það eru félögin Project Henry sem vinnur að verndun fugla á Læknum í Hafnarfirði og Félag ábyrgra hundaeigenda sem vinnur að samfélagsmálum hundaeigenda á Íslandi. Jón Ásgeir Kalmansson nýdoktor í siðfræði kemur og skoðar með okkur siðferðishliðina á gæludýrahaldi. Hver á hvern – eigum við dýrin, eða eiga þau okkur? Dýr eru skilgreind sem skyni gæddar verur samkvæmt íslenskum lögum og þau hafa sínar þarfir og eðli. Er rétt eða rangt að halda gæludýr og hverjar eru siðferðilegar skyldur okkar gagnvart dýrunum? Þóra Jónasdóttir sérgreinadýralæknir gæludýra og dýravelferðar hjá Mast kemur og segir okkur af hverju það er andsætt dýravelferð að halda hunda daga langa í litlum ferðabúrum – en bann við því tók gildi með nýrri reglugerð um velferð gæludýra. Það er brýnt að kynna þetta fyrir hundaeigendum á Íslandi í dag enda útbreiddur misskilningur að hundar vilji dvelja í slíkum búrum. Hér skiptir umhverfisþjálfun mjög miklu máli. Hallgerður Hauksdóttir formaður DÍS greinir frá niðurstöðu starfshóps á vegum stjórnar Strætó bs., þar sem unnin var greining á hvort leyfa ætti að farið væri með gæludýr í strætó á Íslandi. Fulltrúar í hópnum voru frá farþegaþjónustu, vagnstjórum og þvottastöð Strætó, Hollvinasamtökum Strætó, Kattavinafélagi Íslands og Hundaræktarfélagi Íslands, frá Astma- og ofnæmisfélagi Íslands, Dýraverndarsambandi Íslands og loks frá Félagi ábyrgra hundaeigenda. Greiningarvinnan leiddi margt athyglisvert í ljós. Sif Traustadóttir stjórnarmaður DÍS, kynnir með rafrænum hætti hvernig hún hefur upplifað aðgengi hunda á ferðalagi sínu um Evrópu með hundinn Sunnu. Komdu og taktu þátt í samtali um gæludýr í íslensku samfélagi. Umræður verða eftir kaffihlé. Allir velkomnir og heitt á könnunni.

Stjórn DÍS

Fréttin er tekin af vefsíðu DÍS


Guðfinna á Dandie Dinmont Terrier rakkann Watson. Hún er hönnuður, situr í stjórn Félags ábyrgra hundaeiganda og Dýraverndarsambands Íslands. Hún lærði um hegðun týndra dýra hjá Missing Animal Response Network. Nú hjálpar hún til við að finna týnda hunda, býr til auglýsingar og ráðleggur við leitir, einnig er hún að vinna að þróun smáforrits fyrir týnd dýr.