Dog Ageing Project, snýst um að skoða meðferðarúrræði sem gætu gefið hundum fleiri heilsuhraust ár áður en ellin tekur yfir. ,,Okkur finnst mikilvægt að bæta lífaldur hunda. Við tökum það fram að markmið okkar er að lengja þann tíma sem hundar eru heilbrigðir áður en þeir verða gamlir. Við viljum ekki lengja líf hunda sem eru þegar orðnir gamlir og veikir“, segir einn rannsakenda á heimasíðu verkefnisins. ,,Ímyndaðu þér hvað þú gætir gert á tveimur til fimm auka árum með hundinum þínum. Þetta er gerlegt í dag“. Rannsóknin snýst um að gefa 32 hundum, á meðalaldri (6-9 ára, fer eftir tegund), lyf sem samþykkt er af FDA (Food and Drug Administration) en lyfið heitir rapamycin. Fólki er gefið rapamycin, sem kallast einnig sirolimus, eftir líffæragjafir. Lyfið kemur í veg fyrir að líkaminn hafni nýja líffærinu. Það er einnig notað í baráttunni við krabbamein. Lyfið virðist hægja á öldrun, sé það gefið í litlum skömmtum. Rannsóknir hafa sýnt að lyfið lengir lífaldur músa og fleiri dýra. ,,Ef hægt verður að sýna fram á að rapamycin hafi svipuð áhrif á hunda gæti líf stórra hunda lengst um tvö til þrjú ár og líf smáhunda gæti lengst um fjögur ár“, segir erfðafræðingurinn Daniel Promislow, í viðtali við Sarah Knapton frá The Telegraph.  ,,Það sem meira er, almenn heilsa hunda gæti batnað og haldist góð lengur“. Rannsakendur leitast við að finna út áhrif rapamycin á hjörtu hundanna, ónæmiskerfið, virkni þeirra, líkamsþyngd og hugræna getu. Þegar hundarnir hafa verið á lyfinu í þrjá til sex mánuði hætta hundarnir á því og fylgst verður með þeim til að sjá hvort um marktækar framfarir verði að ræða í heilsu hundanna. Það er önnur rannsókn í gangi á sama tíma sem mun ná yfir lengra tímabil. Ef niðurstöður hennar sýna fram á jákvæð áhrif lyfsins á lífaldur og heilsu hunda er líklegt að það megi einnig nota lyfið á ketti og önnur dýr. Að auki við þessar tvær rannsóknir eru rannsakendurnir að gera langtímarannsókn á því hvernig hundar eldast. Þeir fylgjast með dýrum yfir alla þeirra ævi og reyna þannig að átta sig á því hvers vegna sumir hundar lifa lengi á meðan aðrir lifa stutt eftir baráttu við krabbamein, nýrnabilun eða elliglöp. ,,Ef við getum áttað okkur á því hvernig hægt er að bæta gæði og lengd líf hunda, er það bæði gott fyrir hundana og fyrir okkur“, segir Promislow að lokum.

Þýtt 6. desember af http://www.sciencealert.com/new-drug-trial-could-see-your-dog-live-up-to-5-years-longer


administrator

Berglind á íslenska fjárhundinn Hektor og whippetana Blossa og Takt. Hún hefur mikla reynslu af hundum og er lærður hundaþjálfari og -atferlisfræðingur. Hún lærði í bandaríska skólanum The Academy for Dog Trainers. Berglind er að læra dýrahjúkrunarfræði og vinnur hjá Dýralæknamiðstöðinni í Grafarholti, ásamt því að reka hundaskólann Hundasetrið. Berglind lærði hundanudd í Chicago School of Canine Massage. Hún er með BSc í sálfræði og hefur unnið með Dýrahjálp Íslands.